Sælir félagar. Nú langar mig aðeins að forvitnast, ég á rafsuðu og sleggju og svolitla þolinmæði, en ég á ekki bílalyftu eða svoleiðis.
Sílsinn á suzuki sidekickinum mínum er hreinlega bara FARINN, gone, ekki þar lengur.
Eru einhverjar reglugerðir um hvernig síls á bíl á að vera? Bíllinn komst gegnum skoðun fyrir 3 mánuðum.
Líður illa að vita af þessu þarna, bara gat alveg alla leiðina sem sílsinn er.
Datt í hug að skera burt það sem er hægt að mylja og reyna að sjóða bara einhverja 3mm stál plötu, beygja í eins og síls er og sjóða í botninn á bílnum, og undir hurðakarmana þar sem ég sker hitt burtu.
Hvaða stál efni væri réttast að nota, og þykkt, og er einhver reglugerð til um hvernig þetta skal gert?
Ræðst í þetta eingöngu að því að útlitið skiptir engu máli, þetta er allt falið bakvið gervisíls úr plasti.