jæja fór að skoða bílinn eftir að bróðir minn fann meira ryð og nú er búið að taka þá ákvörðun að bíllinn verður rifinn, ætla að finna aðra malibuskel, til að færa innréttinguna á milli.
toppurinn er það slæmur að það er enginn burður í honum lengur, ef maður hefði lent í bílslysi þannig að bíllinn hefði lent á toppnum hefði toppurinn einfaldlega lagst saman, hann er það slæmur.
botninn á honum er líka orðinn ansi slæmur, voða lítill burður eftir í honum...
en það er hægt að taka flest allt úr honum, allt í lagi fyrir utan skelina
þessi litli biti var það sem kom í veg fyrir að bíllinn sigi ekki, hefur verið einhver smá burður í honum
fín tíu bolta hásing
ein mynd af hægri grindarbitanum
svona er þetta, ætla að reyna að finna malibuskel, eða jafnvel reyna að finna skel af monte carlo...
þetta er allavega ekki búið!