Ég man eftir þessari keppni í Grafarvog,i og ég man ekki betur en að það var svakalegt dæmi þarna
þegar einn bíllinn stökk og lenti á nefinu, valt svo fram fyrir sig og endaði á toppnum.
Bílstjórinn komst ekki út því bíllinn sökk í drulluna og það var ekki fyrr en einn á beltagröfu ,eða einhverju þannig,
rauk af stað og krækti í bílinn með skóflunni og velti honum við.
Maður fékk nú vægt sjokk að horfa á þetta og vita ekkert hvernig bílstjórinn hafði það.

Kannski man einhver annar eftir þessu og getur komið með nánari upplýsingar um þetta.
