Sælt veri fólkið.
Ég er með 2,4 L (bensín) toyotu vél inná gólfi hjá mér sem mig langar til að dunda mér í hægt og rólega og koma á hana túrbínu.(eða supercharger eftir því hverju menn mæla með)
Er ekki einhver með viti sem getur gefið mér lista yfir það sem ég þarf að versla í mótorinn til að styrkja hann þannig að hann þoli bústið frá bínunni, og eins væri gott að fá linka á síður þar sem væri hægt að versla það sem þarf.
(ég veit að þetta svarar sennilega ekki kostnaði en ég hef ekkert að gera með þessa vél og langar til að leika mér aðeins með hana)
Ég er ekki með neinar fastar hestaflatölur eða torquetölur sem ég ætla að ná úr þessum mótor enn öll ráð eru vel þegin.
Þetta er mótor sem mig langar til að koma ofaní hi-luxinn minn einhverntímann í framtíðinni þannig að ég er ekkert að flýta mér.
Eins vantar mig allar upplýsingar um hluti sem ég þarf að versla utaná mótorinn til að klára dæmið eins og tölvu,bensíndælu,cooler og þess háttar.
Þetta er verkefni sem á að taka svona sæmilega langan tíma þar sem ég er ekkert að flýta mér enn ég hef bara ekki nógu mikið vit á því sem ég þarf að versla til að láta þetta ganga upp þannig að öllum ábendingum og ráðum verður tekið með opnum örmum.
Það er alltaf gaman að læra eitthvað nýtt þannig að svör með einhverju viti væru vel þeginn.
Kv Öddi
P.S. Eins ef einhver hér á einhverja góða nýtanlega hluti sem ég gæti notað í þetta project væri gott að vita af því.