Author Topic: Vonandi Tilvonandi flokkur og endilega komið með athugasemdir!  (Read 11737 times)

Offline Racer

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
Mér hefur þótt vanta flokk sem hentaði 4 cyl bílum ekki með upprunnalega vélar eða með aðrar en upprunnalegar blokkir
Svo ég tók mig til að þýða og hanna breytingar og notaði Sport Compact sem grunn og breytti honum svoldi mikið að nýji flokkurinn getur ekki talist vera löglegur Sport Compact ;) , Endilega komið með skoðun og löngunir að breyta þessu þar sem ég mun leggja þetta undir þessa ákveðnu keppnisreglu nefnd og þaðan á aðalfund ef þetta fær svo langt.

Ég ákvað samt að leyfa ekki grindur þar sem þá er komið allt önnur lágmarksþyngd

Takk fyrir og þá hefst þetta dæmi...

FLOKKSLÝSING

OS eða Ofur Sport er flokkur fyrir Fwd/AWD/RWD bíla með 3-6 strokka vélar.

Bílar sem eru á númerum skulu vera löglegir til götuaksturs með rétta skoðun. Leyft er að sleppa númerinu en þá verður keppnisstjórn að taka út öryggismat á bílnum fyrir hverja keppni og einnig allanvega einu sinni af löggildri umferðastofa það keppnisár þá fyrir fyrstu keppni sem faratæki er skráð í.

Ræst skal á jöfnu með "full tree" Merking: OS/númer.

Lágmarksþyngdir:
Fwd 3 & 4 cyl bílar: 1780 pund
Fwd 5 & 6 cyl bílar: 2000 pund
Rwd með Rotary mótor: 2200 pund
Rwd 3 til 6 cyl: 2150 pund
Awd 3 til 6 cyl: uppað 2250 pund

Allar þyndir skulu vera vigtaðar með ökumanni í faratæki fyrir hvern keppnisdag , einnig skal vera vigta næst ef keppni hefur verið frestuð eða færð á annan dag


Vél

Skal vera bílvél. Ótakmörkuð tjúning leyfð þó ekki leyft að setja fleiri strokka vél í bílinn en hann kemur orginal (s.s. ekki setja 6 cyl í 4 cyl bíl) þó leyft að setja vél með minni rúmtak í bíl (4 cyl vél í 6 cyl bíl)
Vél skal þó vera á OEM/upprunnalegum stað í bílnum.

ÚTBLÁSTURSKERFI
Opnar flækjur leyfðar. Útblæstri skal beina frá vagni, dekkjum.

ELDSNEYTI

Allt leyft þar með talið: dælu og keppnis bensín , E85, alkóhól, nítró og nítrómetan.

ELDSNEYTISKERFI

Upprunnalegur tankur og Sérframleiddir eldsneytistankar(sellur) leyfðar. Staðlaðar bensín "sellur" eru skylda í öllum bílum sem fara niður í 9,99sek eða/og 120 mílur eða neðar í tíma og/eða endahraða. Sverleiki og fjöldi eldsneytisleiðsla er frjáls en þær verða allar að vera úr viðurkenndum málmrörum eða vírofnum eldsneytisslöngum. Sjá aðalreglur 1:5.

VÖKVAYFIRFALL
Skylda er að hafa vökvayfirfall og söfnunarkút tengdan því við kælikerfi á öllum bílum. Minnsta stærð á söfnunarkút er ½ lítri.

FORÞJÖPPUR
 
Frjálst val. Hvort sem um er að ræða original eða eftirmarkaðs afgasforþjöppur (turbo) eða reimdrifnar/kefla (supercharger). Allar forþjöppur verða að komast undir vélarhlíf.

Millikælir

Millikælir er aukahlutur og er því hverjum sem er frjálst að nota hann eða ekki. Þá má einnig setja millikæla í vélar sem ekki voru original með þeim búnaði. Verður að komast undir vélarhlíf.

INNGJÖF

Inngjöf skal stjórnast eingöngu af ökumann og eru öll hjálpartæki við hana hvort sem það eru tölvur, rafmagn, vökvi, loft, osf. Stranglega bönnuð.

DRIFRÁS
TENGSLI, KASTHJÓL, KASTHJÓLSHLÍF

Tengsli og kasthjól samkvæmt staðli SFI Spec 1.1. skylda nema að um upprunalega hluti eða sambærileg frá upprunalegum framleiðanda vélar sé að ræða. Sprengihellt kúplingshús ef farið er undir 11.99 sec
eða hraðar en 135 mph samkvæmt staðli SFI Spec 6.1 eða 6.2 eða 9.1 skylda í öllum bílum sem nota kúplingu. Sjá aðalreglur 2:3, 2:5, 2:6, 2:10.

DRIFSKAFT

Baula utan um drifskaft skylda undir 11.49 sec . Sjá aðalreglur 2:4.

AFTURÁS
Nota má hvaða afturás sem er. Sérsmíðaðir öxlar æskilegir og skylda ef notaðar eru spólulæsingar. Öxulfestingar út við hjól æskilegar.

SJÁLFSKIPTING

Frjálst val á sjálfskiptingum og vökvatengslum.

HLÍFÐARSKJÖLDUR FYRIR SJÁLFSKIFTINGAR
Sprengihlíf á sjálfskiptingu skylda einnig má nota sprengimottu. Sprengihlíf á "flexplötu" æskileg og skylda ef bíll er kominn niður í 10,99sek og/eða í 135 mph í endahraða og/eða er með breyttan hvalbak.
Hlífarskjóldur skal vera SFI spec 4.1 , , flexplötu skjöld merktan sfi spec 30.1 , flexplötu merkta sfi spec 29.1

BREMSUR OG FJÖÐRUN
BREMSUR

Vökvabremsur á öllum hjólum skylda. Sjá aðalreglur 3:1.

STÝRI

Aðeins venjuleg fjöldaframleidd stýri leyfð. Minnasta þvermál Stýrishjóls er 13"(33,02cm). Öll stýrishjólverða að standast skoðun hjá skoðunarstöð.

FJÖÐRUN
Fjöðrun gerð fyrir bíla skylda. Minnst einn virkur höggdeyfir á hvert fjaðrandi hjól. Breyta má framfjöðrun frá orginal yfir í aftermarket SFI Proofed fyrir bifreiðina. Styrkingar á grind eru leyfðar.

SPYRNUBÚKKAR

Allar tegundir af spyrnubúkkum leyfðar. Sjá aðalreglur 3:5.

PRJÓNGRINDUR

Prjóngrindur eru leyfðar en mega þó ekki vera með málmhjólum. Sjá aðalreglur 3:6.

GRIND

GRIND

Verður að vera bílgrind og eiga við viðkomandi ökutæki. Skal vera með OEM/upprunnalegt gólf og eldvegg , styrkingar má setja hvar á grind sem er. Fyrir framan hvalbak má breyta grind til að koma stærri dekkjum að. Breyta má grind að aftan til að koma stærri dekkjum fyrir osf

Fallhlíf

Fallhlíf skal vera sett í þá bíla sem fara 150 mph eða hraðar.

STUÐARAR

Stuðarar sem eru notaðir verða að hafa verið fáanlegir á viðkomandi ökutæki frá verksmiðju. Skipta má yfir í plast stuðara ef þeir hafa sama útlit og upprunalegir.

HÆÐ YFIR JÖRÐU

Minnsta hæð frá jörðu má ekki vera minni en 3"(7,62cm) frá framenda bíls að punkti 12"(30,48cm) aftan við miðlínu framhjóla. Síðan 2"(5,08cm) það sem eftir er. Undanskilið er pústkerfi og olíupanna.


VELTIGRIND OG BÚR

Veltigrind er skylda í öllum bílum semfara 11,99 sek og/eða 120mílum (195km) eða betur. Veltibúr er skylda þegar bíll er kominn í 10,99sek og/eða 140mílur (225km) eða undir. Sjá aðalreglur 4:9 og 4:10.

BIL MILLI HJÓLA

Bili milli fram og afturhjóla skal halda upprunalegu fyrir viðkomandi bíl, frávik er leyft 2" (5,08cm).


HJÓLBARÐAR OG FELGUR

HJÓLBARÐAR

Slikkar leyfðir. venjuleg götudekk skulu hafa DOT stimpil.

FELGUR

Allar gerðir af felgum fyrir bíla leyfðar, nema teina og mótorhjólafelgur. Minnsta felgustærð er 13" nema að bíllinn hafi komið upprunalega á minni felgum og sé með upprunalega vél.
Mesta breidd felgum á framhjóladrifnum bílum er 9" breidd og mest 25" að hæð, mesta breidd á awd og rwd er 10.5" að breidd og mesta hæð 28"

INNRÉTTING

SÆTI

Öll sæti skulu vera vel fest. Bílar sem fara 12,99sek og/eða 100míl (160km) eða betur verða að hafa sæti með háu baki. Bílar sem fara 10,99 og/eða 140mil (225km) eða betur verða að vera með keppnisstól. Æskilegt er að allir bílar séu með keppnisstóla. Bæði framsæti verða að vera í bílnum.

BODDÝSTÁL

Allur málmur í ökumanns og farþega klefa verður að vera ál eða stál (járn). Öll málmsmíði í ökumanns og farþegaklefa verður að vera upprunaleg eða eins og upprunaleg. Allar breytingar og endurbætur á ökumanns og farþegaklefa verða að vera úr upprunalegum efnum. Magnesíum bannað.

KLÆÐNING

Mælaborð skal vera upprunalegt eða eins og upprunalegt og á upprunalegum stað. Bæta má við mælum að vild. Aftursæti má fjarlægja en loka verður snyrtilega gati því sem það skilur eftir sig. Skylda er að hafa eldvegg úr amk. 0,8mm stáli eða úr 1,2mm áli, milli farþega og farangursrýmis ef aftursæti hefur verið fjarlægt. Æskilegt er að gólfteppi séu ekki fjarlægð. Breyta má hurðaspjöldum en þau verða að hylja amk sama flöt og upprunaleg.

GLUGGANET

Glugganet er æskilegt í alla bíla en skylda ef bíll er kominn niður í 10,99sek og/eða 140mil (225km) hraða eða betur. Sjá aðalreglur 6:3.

YFIRBYGGING

YFIRBYGGING

Upprunalegt útlit verður að haldast. Þó má setja á brettakant lækka topp osf. Trefjaplast yfirbyggingar leyfðar. Nota má plast bretti, vélarhlíf, hurðir eða heilar samstæður. Rúðu upphalarar verða að virka í öllum hurðum.

BRETTI

Öll bretti skulu vera til staðar. Nota má plast bretti eða samtæður svo framarlega að þær séu með sama útlit og upprunalegir hlutir. Innribrettum að framan má breyta eða þau fjarlægja, þó ekki þar sem þau eru hluti fjöðrunarkerfis eða demparafestinga, nema að viðeigandi styrkingar komi í staðinn. Hjólskálum að aftan má breyta að vild ss. Til að koma undir stærri dekkjum, þú verða allar breytingar að vera unnar úr sambærilegum efnum og upprunalega.

HVALBAKUR

Hvalbakur skylda og skal vera upprunalegur eða líta eins út og vera úr samskonar efnum með sömu efnisþykkt. Hvalbakur verður að vera á upprunalegum stað. Breyta má hvalbak vegna vélaskipta og verður það þá að vera gert úr sambærilegum efnum og upprunalega og skal hann líta út sem næst hinum upprunalega. Vél má þó ekki staðsetja aftar en svo að fremsta kerti sé í miðlínu spindla. Breyttur hvalbakur skal eftir sem áður uppfylla ofangreind skilyrði um efnisval.

GÓLF

Upprunalegt gólf eða úr sambærilegum efnum skylda. Bannað er að hækka gólf. Lækka má gólf svo framarlega sem ekki er farið niður fyrir lágmarks hæð (sjá Grind:4.) og útsýni ökumanns raskast ekki. Breyta má gólfi að aftan til að koma fyrir stærri dekkjum osf… Öll nýsmíði verður að vera úr sömu efnum og upprunalegt var.

GÖTUBÚNAÐUR

Öll ljós skulu vera virk ef bíl er á númerum , má fjarlægja ljós fyrir utan afturljós fyrir bremsur ef bíl er númeralaus.
Götubúnaður skal vera til staðar og vera virkur. Sleppa má þurrkum miðstöð og loftkælingu.

VÆNGIR OG VINDKLJÚFAR.
Leyfðir svo framarlega að þeir brjóti ekki regluna um lágmarks hæð frá jörðu.

FRAMRÚÐA OG GLUGGAR

Allar rúður verða að vera til staðar og má setja léttari/sterkari rúður í allar rúður nema framrúðu , lexa og mekka leyft , plexígler bannað

RAFKERFI
RAFGEYMAR

Mest tveir rafgeymar leyfðir. Mega vera sýru og/eða þurrgeymar. Rafgeymar mega ekki vera staðsettir í ökumannsrými. Sjá aðalreglur 8:1, 8:4, 8:5.

TÖLVUR OG GAGNASÖFNUN

Tölvur og önnur tæki sem afla gagna um viðkomandi ökutæki leyfð. Þau mega hins vegar ekki hafa nein áhrif á ræsingu, inngjöf, tengsli, "transbrake" eða annað í bílnum sem hjálpar við stillingar eða ræsingu eða neitt það sem kann að hjálpa eða hindra ökumann eða vélbúnað ökutækis í ferð. Sjá aðalreglur 8:2.

BIÐBOX OG HJÁLPARTÆKI
Leyfð.

KVEIKIKERFI

Öll kveikikerfi leyfileg nema tímastillt kveikibox (stutter box), magnetu kveikjur bannaðar.

HÖFUÐROFI

Höfuðrofi er skylda í öllum bílum

AFTURLJÓS

Allir bílar verða að hafa afturljós sem virka.

STUÐNINGSFLOKKUR
DRÁTTARTÆKI

Öll dráttartæki eru bönnuð.

ÖKUMAÐUR
ARMÓLAR
Leyfðar, sjá aðalreglur 10:3.

RÉTTINDI

Gilt almennt ökuskírteini skylda og gefið út hérlendis

STAÐSETNING ÖKUMANNS

Ökumaður skal staðsettur í ökumanns sæti sem fest er á þann stað sem gert var ráð fyrir frá framleiðanda viðkomandi ökutækis.

ÖRYGGISBELTI

Þriggja punkta belti skylda í bílum að 13,00sek og/eða 100mil (160km). Bílar 12,99sek og/eða 100mil (160km) og undir, verða að hafa amk. Fjögurra punkta viðurkennd belti. Bílar 10,99sek og/eða 140mil (225km)og undir, verða að hafa viðurkennd og stöðluð fimm punkta öryggisbelti þriggja tommu breið.

HJÁLMUR

Skylda sjá aðalreglur.

HLÍFÐARFATNAÐUR

Í öllum keppnisbílum er tregbrennandi fatnaður skylda,(ekkert nælon eða flís). Bílar 10,99sek og/eða 140mil (225km) og undir. Jakki og buxur, eða samfestingur samkvæmt staðli SFI Spec 3-2A/5, skylda.

UPPHITUN
Sjá aðalreglur 9:10
« Last Edit: September 30, 2008, 11:35:11 by Racer »
Davíð Stefánsson
KK Member 2015 #857

Offline Kimii

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 682
  • Jóakim Pálsson
    • View Profile
Re: Vonandi Tilvonandi flokkur og endilega komið með athugasemdir!
« Reply #1 on: October 01, 2008, 20:34:07 »
það má allveg keyra þetta mín vegna ;) allavega styð ég þennan flokk
Jóakim Páll

Chevrolet Chevelle 1972 502
Subaru Legacy 2009

Alþrif á bílum fyrir 5000 kr. tímapantanir í síma 660-0888

Offline Racer

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
Re: Vonandi Tilvonandi flokkur og endilega komið með athugasemdir!
« Reply #2 on: October 01, 2008, 20:52:57 »
grunar að þarf að fína pússa þetta betur en það er þörf fyrir svona flokk

gott fyrir til dæmis civic með B22 crv vél , civic með H22 prelude vél , civic með k seríu (kemur í nýrri bodý.. Tommi í pro fwd er til dæmis með þannig vél)

eru fleiri bílar sem þetta er gott fyrir.. til dæmis mitsubishi og accent og mun fleiri sem menn erlendis eru að notast og swappa vélum á milli undir tegunda
Davíð Stefánsson
KK Member 2015 #857

Offline baldur

  • Administrator
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
    • http://foo.is
Re: Vonandi Tilvonandi flokkur og endilega komið með athugasemdir!
« Reply #3 on: October 01, 2008, 22:42:47 »
Ég einfaldaði þetta aðeins, mér finnst óþarfi að hafa reglur svona langar.
Tók burtu dótið um inngjöfina, það á bara við í bracket flokkum. Tók líka burtu að vélin þyrfti endilega að vera bílvél, hvað er að því að setja bátavélar eða hjólavélar í bíla?
Hreinsaði líka burtu þversagnir eins og að það mætti setja lexan rúður en rúðu upphalarar verði að virka á öllum hurðum :roll:
Tók líka burtu eitthvað sem á ekki að skipta máli ef að bíllinn stenst vigt.
Ásamt fleiri atriðum, endilega commentið, það má alveg taka betur til held ég. Reglur eiga að vera einfaldar og auðvelt að framfylgja þeim.

FLOKKSLÝSING

OS eða Ofur Sport er flokkur fyrir bíla með 3-6 strokka vélar.

Bílar sem eru á númerum skulu vera löglegir til götuaksturs með rétta skoðun. Allur búnaður bílsins í keppni skal standast skoðun að undanskyldum dekkjum og pústkerfi. Leyft er að sleppa númerinu en þá verður keppnisstjórn að taka út öryggismat á bílnum fyrir hverja keppni og einnig allanvega einu sinni af löggildri umferðastofa það keppnisár þá fyrir fyrstu keppni sem faratæki er skráð í.

Ræst skal á jöfnu með "full tree" Merking: OS/númer.

Lágmarksþyngdir:
Framhjóladrifnir 3 & 4 cyl bílar: 1780 pund
Framhjóladrifnir 5 & 6 cyl bílar: 2000 pund
Afturhjóladrifnir bílar með Rotary mótor: 2200 pund
Afturhjóladrifnir 3 til 6 cyl bílar: 2150 pund
Fjórhjóladrifnir bílar 3 til 6 cyl: uppað 2250 pund

Allar þyndir skulu vera vigtaðar með ökumanni í faratæki fyrir hvern keppnisdag , einnig skal vera vigtað næst ef keppni hefur verið frestað eða færð á annan dag


Vél

Frjálst val um fjöldaframleiddar fjórgengisvélar með 3-6 cylendra eða rotary vélar með 2 brunahólf. Allar tjúningar leyfðar. Hámark ein vél í hverjum bíl.
Vél skal þó vera á OEM/upprunalegum stað í bílnum (leyfilegt að færa og snúa vél en hún skal vera undir upprunalegri vélarhlíf).

ÚTBLÁSTURSKERFI
Frjálst val. Útblæstri skal beina frá vagni, dekkjum.

ELDSNEYTI
Frjálst val.

ELDSNEYTISKERFI
Upprunnalegur tankur og Sérframleiddir eldsneytistankar(sellur) leyfðar. Staðlaðar bensín "sellur" eru skylda í öllum bílum sem fara niður fyrir 9,99sek yfir 140 mílur í tíma og/eða endahraða. Sverleiki og fjöldi eldsneytisleiðsla er frjáls en þær verða allar að vera úr viðurkenndum málmrörum eða vírofnum eldsneytisslöngum. Sjá aðalreglur 1:5.

VÖKVAYFIRFALL
Skylda er að hafa vökvayfirfall og söfnunarkút tengdan því við kælikerfi á öllum bílum. Minnsta stærð á söfnunarkút er ½ lítri.

FORÞJÖPPUR
Frjálst val. Allar forþjöppur verða að komast undir vélarhlíf.

Millikælir
Frjálst val. Má ekki standa upp fyrir vélarhlíf.

DRIFRÁS
TENGSLI, KASTHJÓL, KASTHJÓLSHLÍF

Tengsli og kasthjól samkvæmt staðli SFI Spec 1.1. skylda nema að um upprunalega hluti eða sambærileg frá upprunalegum framleiðanda vélar sé að ræða. Sprengihellt kúplingshús eða sprengihlíf ef farið er undir 11.49 sec
eða hraðar en 135 mph samkvæmt staðli SFI Spec 6.1 eða 6.2 eða 9.1 skylda í öllum bílum sem nota kúplingu. Sjá aðalreglur 2:3, 2:5, 2:6, 2:10.

DRIFSKAFT
Baula utan um drifskaft skylda undir 11.49 sec . Sjá aðalreglur 2:4.

AFTURÁS
Nota má hvaða afturás sem er. Sérsmíðaðir öxlar æskilegir og skylda ef notaðar eru spólulæsingar. Öxulfestingar út við hjól æskilegar.

GÍRSKIPTING
Frjálst val á sjálfskiptingum og vökvatengslum eða gírkassa og kúplingu.
Skiptir á sjálfskiptingu skal útbúinn svo ekki sé hægt að velja óvart bakkgír þegar velja á hlutlausan.

BAKK
Allir bílar skulu geta keyrt afturábak.


HLÍFÐARSKJÖLDUR FYRIR SJÁLFSKIFTINGAR
Sprengihlíf á sjálfskiptingu skylda einnig má nota sprengimottu. Sprengihlíf á "flexplötu" æskileg og skylda ef bíll er kominn niður í 10,99sek og/eða í 135 mph í endahraða og/eða er með breyttan hvalbak.
Hlífarskjóldur skal vera SFI spec 4.1 , , flexplötu skjöld merktan sfi spec 30.1 , flexplötu merkta sfi spec 29.1

BREMSUR OG FJÖÐRUN
BREMSUR

Vökvabremsur á öllum hjólum skylda. Sjá aðalreglur 3:1.

STÝRI

Aðeins fjöldaframleidd stýri leyfð (OEM eða aftermarket). Minnasta þvermál Stýrishjóls er 12"(30cm). Öll stýrishjól verða að standast skoðun hjá skoðunarstöð.

FJÖÐRUN
Fjöðrun gerð fyrir bíla skylda. Minnst einn virkur höggdeyfir á hvert fjaðrandi hjól. Öll hjól skulu vera fjaðrandi. Breyta má framfjöðrun frá orginal yfir í aftermarket SFI Proofed fyrir bifreiðina. Styrkingar á grind eru leyfðar.

SPYRNUBÚKKAR
Allar tegundir af spyrnubúkkum leyfðar. Sjá aðalreglur 3:5.

PRJÓNGRINDUR
Prjóngrindur eru leyfðar en mega þó ekki vera með málmhjólum. Sjá aðalreglur 3:6.

GRIND

GRIND

Verður að vera bílgrind og eiga við viðkomandi ökutæki. Skal vera með OEM/upprunnalegt gólf og eldvegg , styrkingar má setja hvar á grind sem er. Fyrir framan hvalbak má breyta grind til að koma stærri dekkjum að. Breyta má grind að aftan til að koma stærri dekkjum fyrir osf

Fallhlíf
Fallhlíf skal vera sett í þá bíla sem fara 150 mph eða hraðar.

HÆÐ YFIR JÖRÐU
Minnsta hæð frá jörðu má ekki vera minni en 3"(7,62cm). Undanskilið er pústkerfi og olíupanna.


VELTIGRIND OG BÚR
Veltigrind er skylda í öllum bílum sem fara undir 11,49 sek eða yfir 120mílur í endahraða (193km). Veltibúr er skylda þegar bíll er kominn í 10,49sek og/eða 140mílur (225km) eða undir. Sjá aðalreglur 4:9 og 4:10.

BIL MILLI HJÓLA

Bili milli fram og afturhjóla skal halda upprunalegu fyrir viðkomandi bíl, frávik er leyft 2" (5,08cm).


HJÓLBARÐAR OG FELGUR

HJÓLBARÐAR
Skulu vera fjöldaframleidd bíldekk sem seld eru almenningi, ætluð hvort sem er til vegaaksturs eða utanvegar. Bannað er að fjarlægja merkingar á dekkjum.

FELGUR
Allar gerðir af felgum fyrir bíla leyfðar, nema teina og mótorhjólafelgur. Minnsta felgustærð er 13"

INNRÉTTING

SÆTI

Öll sæti skulu vera vel fest. Bílar sem fara 12,99sek og/eða 100míl (160km) eða betur verða að hafa sæti með háu baki. Bílar sem fara 10,99 og/eða 140mil (225km) eða betur verða að vera með keppnisstól. Æskilegt er að allir bílar séu með keppnisstóla. Bæði framsæti verða að vera í bílnum.

BODDÝSTÁL

Allur málmur í ökumanns og farþega klefa verður að vera ál eða stál (járn). Öll málmsmíði í ökumanns og farþegaklefa verður að vera upprunaleg eða eins og upprunaleg. Allar breytingar og endurbætur á ökumanns og farþegaklefa verða að vera úr upprunalegum efnum. Magnesíum bannað.

KLÆÐNING

Mælaborð skal vera upprunalegt eða eins og upprunalegt og á upprunalegum stað. Breyta má og bæta við mælum að vild. Aftursæti má fjarlægja en loka verður snyrtilega gati því sem það skilur eftir sig. Skylda er að hafa eldvegg úr amk. 0,8mm stáli eða úr 1,2mm áli, milli farþega og farangursrýmis ef aftursæti hefur verið fjarlægt. Breyta má hurðaspjöldum en þau verða að hylja amk sama flöt og upprunaleg.

GLUGGANET
Glugganet er æskilegt í alla bíla en skylda ef bíll er kominn niður í 10,49sek og/eða 140mil (225km) hraða eða betur. Sjá aðalreglur 6:3.

YFIRBYGGING

YFIRBYGGING
Upprunalegt útlit verður að haldast. Þó má setja á brettakanta, lækka topp osf. Trefjaplast yfirbyggingar leyfðar. Nota má plast bretti, vélarhlíf, hurðir eða heilar samstæður.

BRETTI

Öll bretti skulu vera til staðar. Nota má plast bretti eða samtæður svo framarlega að þær séu með sama útlit og upprunalegir hlutir. Innribrettum að framan má breyta eða þau fjarlægja, þó ekki þar sem þau eru hluti fjöðrunarkerfis eða demparafestinga, nema að viðeigandi styrkingar komi í staðinn. Hjólskálum að aftan má breyta að vild ss. Til að koma undir stærri dekkjum, þú verða allar breytingar að vera unnar úr sambærilegum efnum og upprunalega.

HVALBAKUR

Hvalbakur skylda og skal vera upprunalegur eða líta eins út og vera úr samskonar efnum með sömu efnisþykkt. Hvalbakur verður að vera á upprunalegum stað. Breyta má hvalbak vegna vélaskipta og verður það þá að vera gert úr sambærilegum efnum og upprunalega og skal hann líta út sem næst hinum upprunalega.

GÓLF

Upprunalegt gólf eða úr sambærilegum efnum skylda. Bannað er að hækka gólf. Lækka má gólf svo framarlega sem ekki er farið niður fyrir lágmarks hæð (sjá Grind:4.) og útsýni ökumanns raskast ekki. Breyta má gólfi að aftan til að koma fyrir stærri dekkjum osf… Öll nýsmíði verður að vera úr samskonar efnum og upprunalegt var.

GÖTUBÚNAÐUR

Öll lögbundin ljós skulu vera virk ef bíll er á númerum, fjarlægja má ljós fyrir utan afturljós fyrir bremsur ef bíl er númeralaus.
Götubúnaður skal vera til staðar og vera virkur. Sleppa má miðstöð og loftkælingu. Sleppa má þurrkum ef bíllinn er númeralaus.

VÆNGIR OG VINDKLJÚFAR.
Leyfðir svo framarlega að þeir brjóti ekki regluna um lágmarks hæð frá jörðu.

FRAMRÚÐA OG GLUGGAR

Allar rúður verða að vera til staðar og má setja léttari/sterkari rúður í allar rúður nema framrúðu, lexan og mekka leyft , plexígler bannað

RAFKERFI
RAFGEYMAR

Mest tveir rafgeymar leyfðir. Mega vera sýru og/eða þurrgeymar. Ef sýrugeymir er staðsettur í ökumannsrými skal hann vera í viðurkenndum, loftþéttum kassa með öndun út fyrir ökumannsrými. Rafgeymar skulu vera vel festir Sjá aðalreglur 8:1, 8:4, 8:5.

TÖLVUR OG GAGNASÖFNUN
Tölvur og önnur tæki sem afla gagna um viðkomandi ökutæki leyfð. Allur búnaður til þess að ræsa sjálfkrafa út frá ljósatré bannaður. Sjá aðalreglur 8:2.

HÖFUÐROFI
Höfuðrofi er skylda í öllum bílum sem hafa rafgeymi á öðrum stað en upprunalega, æskilegur annars.

STUÐNINGSFLOKKUR
DRÁTTARTÆKI
Öll dráttartæki eru bönnuð.

ÖKUMAÐUR

RÉTTINDI
Gilt almennt eða alþjóðlegt ökuskírteini skylda.

STAÐSETNING ÖKUMANNS
Ökumaður skal staðsettur í ökumanns sæti sem fest er á þann stað sem gert var ráð fyrir frá framleiðanda viðkomandi ökutækis.

ÖRYGGISBELTI
Þriggja punkta belti skylda í bílum að 13,00sek og/eða 100mph (160km). Bílar undir 11,99sek og/eða yfir 120mph (160km) verða að hafa amk. Fjögurra punkta viðurkennd belti. Bílar undir 10,99sek og/eða yfir 140mph (225km) verða að hafa viðurkennd og stöðluð fimm punkta öryggisbelti þriggja tommu breið. Sjá annars aðalreglur.
Baldur Gíslason

1995 Mitsubishi Eclipse GSX 4x4 turbo
1992 Polaris Indy RXL 136" turbo

Turbo or no go.

Offline Racer

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
Re: Vonandi Tilvonandi flokkur og endilega komið með athugasemdir!
« Reply #4 on: October 02, 2008, 17:09:43 »
þakka þér fyrir Baldur :) , loksins kom einhver og gerði gagn  =D>

annars hef ég ætla mér í þetta síðan 2004 en hugsaði.. ég kann ekki að smíða reglur :D svo hvert ár þá horfi maður á hina flokkana og hugsar "tja kannski næsta ár" :D
Davíð Stefánsson
KK Member 2015 #857

Offline Guðmundur Þór Jóhannsson

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 455
    • View Profile
Re: Vonandi Tilvonandi flokkur og endilega komið með athugasemdir!
« Reply #5 on: October 12, 2008, 22:05:29 »
Sælir

Þetta er virkilega gott framtak og ég held að flestir ef ekki allir séu sammála um að það sé skynsamlegra að vera með svona flokk heldur en pro-fw þar sem að fjöldi keppenda verði aldrei nægur til að geta keyrt nokkra mismunandi flokka.

Ég spjallaði við nokkra um stofnun á svona flokk og mér heyrist flestir hafa áhuga á því að hafa þetta sem opnast eins og það hefur verið sett upp hér, þannig að í raun og veru séu það bara þyngdartakmörk sem að hafa einhver áhrif.

Hvaðan koma þessi þyngdartakmörk sem að var notast við sem fyrirmynd fyrir reglurnar Davíð ?
Ég veit t.d. að það eru svo til engir AWD bílar sem að keppa undir NHRA í dag út af þyngdar takmarkunar mismun á milli fwd/rwd og awd.
Aftur á móti þá virðist vera að Kanada menn hafi náð mikið betri balance á sport compact flokkana þannig að þar eru fwd, rwd og awd bílar að keppa.
Flokkurinn hjá Kanada mönnum heitir pro compact og það er hægt að finna reglurnar frá þeim hér http://cscs.ca/images/rulebook/2007CSCSDragRaceRuleBook.pdf

En og aftur mér finnst virkilega fínt að þessi umræða sé komin af stað og bara um að gera að við reynum að taka dolitla umræðu um þetta og ræða svo við þá sem að mögulega koma til með að vera í þessum flokk hvernig þeim lýtist á.

kv
Gummi
Guðmundur Þór Jóhannsson
(Gummi 303)

Offline baldur

  • Administrator
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
    • http://foo.is
Re: Vonandi Tilvonandi flokkur og endilega komið með athugasemdir!
« Reply #6 on: October 12, 2008, 22:21:12 »
Já, ég tel að það meigi einfalda meira þessa útgáfu sem ég var búinn að taka aðeins til í.
Frekar að byrja með einfaldar reglur. Þegar það eru einhver skynsamleg þyngdarmörk þá sé ég ekki ástæðu til þess að vera með mikið af reglum um búnað bílsins annað en bara augljósar öryggisreglur, þetta á að vera flokkur fyrir smíðaða bíla annað en RS/GT sem eru flokkar fyrir verksmiðjuframleidda bíla þar sem reglurnar segja til um hverju má breyta frá verksmiðjunni, sem er svo ástæðan fyrir því að það eru ekki þyngdarmörk í RS/GT. Það er gert ráð fyrir því að það sé nánast allt á sínum stað sem var í bílnum frá verksmiðjunni og að bíllinn sé með sömu vél og upprunalega sem kemur í veg fyrir að þar geti keppt MK1 Escort með Cosworth mótor (700kg + driver) eða álíka skemmtileg combo.

Þetta er rétt URL á kanadísku sport-compact reglubókina
http://cscs.ca/images/rulebook/2008%20cscs%20drag%20race%20rule%20book.pdf
« Last Edit: October 12, 2008, 22:25:35 by baldur »
Baldur Gíslason

1995 Mitsubishi Eclipse GSX 4x4 turbo
1992 Polaris Indy RXL 136" turbo

Turbo or no go.

Offline Guðmundur Þór Jóhannsson

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 455
    • View Profile
Re: Vonandi Tilvonandi flokkur og endilega komið með athugasemdir!
« Reply #7 on: October 12, 2008, 22:26:00 »
Já ég er sammála því.

Setja niður grunn og hengja svo það nauðsynlega utan á .. en reyna notast sem mest við aðal reglur.

Basically
Allar 3-6cyl vélar
Allir orkugjafar
Allir power adderar
Öll bíldekk
Allar drifrásir
Og þyngdartakmörk
Guðmundur Þór Jóhannsson
(Gummi 303)

Offline Guðmundur Þór Jóhannsson

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 455
    • View Profile
Re: Vonandi Tilvonandi flokkur og endilega komið með athugasemdir!
« Reply #8 on: October 12, 2008, 22:28:53 »
Btw Mk1 Escort er hann c.a. 700kg fyrir utan bensín og ökumann ? er þá hægt að bæta 100kg við ?
800kg eru 1760lbs þannig að miðað við þessi þyngdartakmörk sem eru hér sett inn og svo líka það sem að ég var að benda á í Kanada eru of há fyrir svona combo

Guðmundur Þór Jóhannsson
(Gummi 303)

Offline baldur

  • Administrator
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
    • http://foo.is
Re: Vonandi Tilvonandi flokkur og endilega komið með athugasemdir!
« Reply #9 on: October 12, 2008, 22:40:43 »
Bættu svo veltibúri í Escortinn og þá er hann orðinn þessi 1900lbs sem að Pro Compact flokkurinn biður um.
Ég veit svosem ekki hvar þyngdarmörkin eiga að liggja, en það er erfitt að smíða svona léttan bíl úr einhverju boddyi sem er 20 ára eða yngra.
« Last Edit: October 12, 2008, 22:43:19 by baldur »
Baldur Gíslason

1995 Mitsubishi Eclipse GSX 4x4 turbo
1992 Polaris Indy RXL 136" turbo

Turbo or no go.

Offline baldur

  • Administrator
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
    • http://foo.is
Re: Vonandi Tilvonandi flokkur og endilega komið með athugasemdir!
« Reply #10 on: October 12, 2008, 22:55:37 »
Það er ekki stóratriði að einhver örfá boddý séu mjög langt undir þyngdarmörkum. Þá velja menn sér bara önnur boddý til að smíða úr, það er ekki flóknara en það.
Það er skemmtilegra að bílar með svipaðan búnað séu flestir á svipuðu róli hvað þyngd varðar.
Baldur Gíslason

1995 Mitsubishi Eclipse GSX 4x4 turbo
1992 Polaris Indy RXL 136" turbo

Turbo or no go.

Offline Guðmundur Þór Jóhannsson

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 455
    • View Profile
Re: Vonandi Tilvonandi flokkur og endilega komið með athugasemdir!
« Reply #11 on: October 13, 2008, 01:05:44 »
Jamm.
Ég hef verið að reyna finna eins mikið af reglum fyrir sport compact flokka eins og ég get.
Og þessi Kanadíski er sá sem að mér lýst best á.

Allavega veit ég það að það þarf virkilega mikið að vinna í Evo til að ná honum niður í 2000lbs
Spurning hvort að aðrir sem að þekkja til annara bíla sem myndu taka þátt í þessum flokk væru til í að commenta á þessar þyngdir
Guðmundur Þór Jóhannsson
(Gummi 303)

Offline Racer

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
Re: Vonandi Tilvonandi flokkur og endilega komið með athugasemdir!
« Reply #12 on: October 13, 2008, 09:23:46 »
þetta er bara hugmynd , alltaf hægt að bæta við og fjarlægja eitthvað þarna :) enda eiga flokkar til að breytast ár eftir ár eða menn alltaf á móti.

vildi hafa lágmarks þyngdir svo menn færu ekki að koma með grindur með 4 cyl í og hver veit hversu góðar grindurnar væru :D

ekki langar mér mikið að sjá kannski 300 kg grind með 500 hö mótor :D
Davíð Stefánsson
KK Member 2015 #857

Offline Guðmundur Þór Jóhannsson

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 455
    • View Profile
Re: Vonandi Tilvonandi flokkur og endilega komið með athugasemdir!
« Reply #13 on: October 13, 2008, 09:25:48 »
Ég er sammála því að það séu ekki grindur.
Og í rauninni finnst mér ekkert að því að takmarka body breytingar við front half eða back half tube chassis, svona t.d.

Vonandi verður svo einhvern tímann hægt að fá breytingar á indexinu fyrir OF flokkinn þannig að 3-6cyl grindur geti átt þar heima.

kv
Gummi
Guðmundur Þór Jóhannsson
(Gummi 303)

Offline Guðmundur Þór Jóhannsson

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 455
    • View Profile
Re: Vonandi Tilvonandi flokkur og endilega komið með athugasemdir!
« Reply #14 on: October 13, 2008, 09:26:33 »
Racer - Má ég spurja hvar þú fékkst viðmiðunar þyngdirnar sem þú póstaðir ?
Guðmundur Þór Jóhannsson
(Gummi 303)

Offline Racer

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
Re: Vonandi Tilvonandi flokkur og endilega komið með athugasemdir!
« Reply #15 on: October 13, 2008, 09:34:44 »
ég fékk þær hvurs og kruss t.d NHRA , eitthvað í ástralíu hjá klúbbi sem heitir Aussie eða eitthvað og svo einhverjum sport klúbbi sem man ekkert hvað hét :D

tók úr pro fwd , pro rwd , einhverjum turbo og blásara flokki , sport comp og einhverjum fleiri , vísu voru þyngdar takmarkanir mismunandi á milli flokka og ég skaut þeim saman í hentuga tölu , til dæmis munaði alveg hátt í 300 pund bara á single turbo rotary bara á milli flokka
Davíð Stefánsson
KK Member 2015 #857

Offline Valli Djöfull

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.714
    • View Profile
Re: Vonandi Tilvonandi flokkur og endilega komið með athugasemdir!
« Reply #16 on: October 13, 2008, 10:28:06 »
http://www.dog8me.com/kvartmila/gogn/

Hér er eitthvað sem ég var búinn að finna um daginn..  Þetta eru 2008 NHRA reglur fyrir Pro Fwd

Quote
> Minimum Weights
FWD 4-cylinder, Ecotec (1 power adder): 1,950 pounds
FWD 4-cylinder, all others (1 power adder): 1,850 pounds
FWD 4-cylinder, Ecotec (2 power adders): 2,200 pounds
FWD 4-cylinder, all others (2 power adders): 2,100 pounds
AWD 4-cylinder, (1 power adder): 2,000 pounds
AWD 4-cylinder, (2 power adders): 2,150 pounds
FWD 6-cylinder, (1 or 2 power adders): 2,150 pounds
All weights include driver, verified after the run.
Valbjörn Júlíus Þorláksson - GSM: 820-8488

Offline baldur

  • Administrator
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
    • http://foo.is
Re: Vonandi Tilvonandi flokkur og endilega komið með athugasemdir!
« Reply #17 on: October 13, 2008, 10:49:08 »
Fyndið að kaninn skuli vera með 100lbs penalty fyrir að vera með Ecotec mótor.
Baldur Gíslason

1995 Mitsubishi Eclipse GSX 4x4 turbo
1992 Polaris Indy RXL 136" turbo

Turbo or no go.

Offline Guðmundur Þór Jóhannsson

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 455
    • View Profile
Re: Vonandi Tilvonandi flokkur og endilega komið með athugasemdir!
« Reply #18 on: October 13, 2008, 10:51:15 »
Mig minnir að í unlimited street þar séu þeir með penalty á einhverja Hondu mótora og svo Ecotec og svo 2jz.
Og já ég er sammála því að þetta er doldið skondið

Ég er ekki mikið hrifinn af sumu af þessu sem að NHRA eru að gera varðandi sport compact, held að það sé skynsamlegra að taka sér aðra til fyrirmindar, en það er bara mín skoðun.
Guðmundur Þór Jóhannsson
(Gummi 303)

Offline Guðmundur Þór Jóhannsson

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 455
    • View Profile
Re: Vonandi Tilvonandi flokkur og endilega komið með athugasemdir!
« Reply #19 on: October 14, 2008, 09:44:01 »
Hér eru þyngdartakmarkanirnar úr Kanadíska sport compact pro flokknum.
Spurning hvort þetta sé í lægri kanntinum er samt ekki viss

 
Lágmarks leifð þyngd (bíll og ökumaður)

FWD (minni en 1750cc)
1 power adder             1700 lbs (771 kg)
2 power adders            1850 lbs (839 kg)

FWD (stærri en 1750cc og minni en 2300cc)
1 power adder             1850 lbs (839 kg)
2 power adders            2000 lbs (907 kg) 

FWD (stærri en 2300cc og minni en 2850cc)
1 power adder             2000 lbs (907 kg)
2 power adders            2150 lbs (975 kg) 

FWD (stærri en 2850cc )
1 power adder             2150 lbs (975 kg)
2 power adders            2300 lbs (1043 kg)
 

AWD/RWD (minna en 2300cc  eða 2 rotors)
1 power adder             1900 lbs (862 kg)
2 power adders            2050 lbs (930 kg) 
 
AWD/RWD (stærri en 2300cc og minni en 2850cc )
1 power adder             2050 lbs (930 kg)
2 power adders            2200 lbs (998 kg) 

AWD/RWD (stærri en 2850cc  or 3 rotors)
1 power adder             2200 lbs (998 kg)
2 power adders            2350 lbs (1066 kg)
Guðmundur Þór Jóhannsson
(Gummi 303)