Ég kann hugsanlega skýringu á því, birtan á ljósdíóðunum er stillt með PWM (púlsvíddarmótun) sem þýðir að það er kveikt á skiltinu í brot úr sekúndu og svo slökkt í annað brot úr sekúndu. Díóðurnar eru í raun að blikka mörgum sinnum á sekúndu og greinilega á tíðni sem er svipuð eða yfirtíðni af þeirri tíðni sem að videovélin myndar á.