Ég held það væri nú nær að slá frest á þessar blessuðu æfingar og fá verktaka í að laga brautina áður en veturinn skellur á og koma svo tvíefldir til leiks að vori.
Það er allt í lagi að reyna að keyra meðan það er hægt, þó svo að þetta séu ekki nema nokkrir klukkutímar sem um eru að ræða.
Þið komið bara tvíefldir til baka, sama hvort það verði búið að laga brautina eða ekki, upp með jákvæða hugarfarið!
Sæll Moli,
Ég skal koma með nokkrar staðreyndir til að útskýra mitt mál fyrir þér og jafnvel fleirum sem ekki skilja eða þá mistúlka..
Kvöldæfingar hefjast venjulega 19.00 - 20.00 en þá er komið myrkur á brautinni. Svæðið okkar er ekki flóðlýst eða þannig byggt að hægt sé að keyra í myrkri. Tími til setja upp græjur og koma öllu í þokkalegt lag tekur a.m.k. klukkutíma. Ég hef horft upp á þetta oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Merkilegt nokk þá hef ég starfað við æfingar og keppnir einnig.
Niðurstaða mín er því sú að ef menn vilja halda æfingar eða keppnir þá skulu þeir gera það um helgar.
Eins og menn gætu einnig séð þá hefur varla verið hægt að halda æfingu eða keppni að einhverju viti í um heilan mánuð sökum veðurs, því miður.
Eins og reyndari mönnum er ljóst þá þarfnast brautin okkar mikils viðhalds og uppbyggingar. Þörfin fyrir því hefur aldrei verið meiri. Það er bara bláköld staðreynd, hefur því miður ekkert með neikvæðni að gera.
Mín persónulega skoðun er sú að hefja ætti frekar framkvæmdir við brautina okkar heldur en að halda áfram að reyna keyra æfingar eða klára eina keppni. Þarna eru einfaldlega mun meiri hagsmunir í húfi.
Stjórn KK og meðlimir hans þurfa að gera sér grein fyrir því að menn með öflug keppnistæki hafa ekki löngun í það að mæta á þessa braut og munu snúa sér að öðru ef stöðnun verður á framför keppnissvæðis KK.
KR