Author Topic: Upplýsingar ef einhver veit  (Read 2316 times)

Offline Doctor-Mopar

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 111
    • View Profile
Upplýsingar ef einhver veit
« on: September 20, 2008, 21:16:35 »
Sælir
Veit einhver sem er að skoða þetta spjall um búð eða búðir í Florida sem selur varahluti í Challenger og Barracudu. Þá er ég að tala um almenna varahluti eins og allt í bremsur og stýrisgang og annað sniðugt.

Ef einhver hér veit um áhugaverða búð í Florida sem selur hluti í mopar þá endilega póstið því hér inn

Hálfdán veist þú ekki um allar sjoppur í Florida ?

Takk fyrirfram um gagnlegar upplýsingar  :D
Þórhallur Kristjánsson

Offline 1966 Charger

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 849
    • View Profile
Re: Upplýsingar ef einhver veit
« Reply #1 on: September 20, 2008, 21:59:47 »
Sæll Doktor


Þetta venjulega dót,stýrisenda, spindla, bremsudælur, borða og svoleiðis geturðu fengið í öllum NAPA búðum.  Það er slatti af þeim um allar trissur (www.napaonline.com).  Farðu bara inn á vefsíðuna þeirra og leitaðu eftir "store locator" til að finna búð sem hentar þér og skoðaðu í leiðinni hvort þeir eigi dótið sem þú ert að leita að.  Svo eru líka Auto Zone, Pep Boys og Advanced Auto keðjurnar með svona hluti líka.  Til að panta annað en þessa venjulegu slithluti ættirðu að prófa Year One  og láta þá senda þér það sem þeir eiga "in stock" á heimilisfangið sem þú verður í á Florida.  Passaðu þig á að panta ekki dót sem er ekki til en er væntanlegt skv. söluaðilanum vegna þess að það er ekki víst að það verði komið þegar þú yfirgefur svæðið.´

Svo geturðu fengið ýmislegt hjá Mopar umboðunum.  Ef þú ferð t.d. í Year One bókina þá er allt þar í MOPAR sem hefur FM sem fyrstu stafi í pöntunarnúmerinu líka til hjá umboðunum.

Svo er fullt af tjúnnbúllum á Florida, og einhversstaðar á þessari vefsíðu er til þráður um þær.

Góðar stundir

Err
66 Charger, 451, .582" lift, 10" conv.  4.10:1. 1868 kg/4118 lbs.
60=1,994, 11,79@114 mph venjuleg Firestone radial dekk.
Íslandsmeistari MC 2007, 2008 og 2009.