Jæja ætla reyna setja inn nokkrar myndir af verkefninu hans pabba. Þetta er 78 malibu. Var með númerið Þ-1300 að mig minnir. En hérna smá infó af því hvernig þetta allt byrjaði.
Pabba var boðinn 78malibu gefins. Þetta var grænn bíll með grænni inréttingu. Var hann búinn að standa í nokkur ár inni í hlöðu. Átti að hafa farið í gang fyrir nokkrum árum án vandræða og átti að vera í þokkalegu standi. Var farið og gripurinn skoðaður. Leit þokkalega út en myrkvið getur blekkt margan manninn. Seinna var farið og náð í gripinn, þegar komið var út í dagsljósið sást að þetta yrði nú frekar erfitt og tímafrekt verkefni. Bílinn var meira ryðgaður en haldið var og gömul boddy viðgerð að aftan samanstóð af fullt af hnoðum.
En árar voru ekki lagðar í bát. 2 öðrum bílum var reddað í í varahluti, einum 78malibu og einum klesstum 82(að ég held).
78 varahlutabílinn var grár með rauðri innréttingu og var í 10sinnum betra standi en sá græni og var ákveðið að hann yrði bíllinn sem gerður yrði upp. Var meira segja keyrður að sunnan alla leið heim í dali. Brúni klessti kom svo með hraðþjónustu HR.Sigurðar Lárussonar sem að var sá sem reddaði báðum bílunum.
Svo hófst uppgerð. Flest var nothæft úr þeim grá, einverjir smáhlutir teknir úr þeim græna, grindin úr þeim brúna var sett undir þar sem hún var heilegust, stykki skorið úr fyrir ofan framrúðu á þeim brúna og fært yfir, vínyl toppurinn fékk að fjúka, allt sandblásið og sprautað(grind líka).
305 VÉLIN úr þeim gráa var notuð og sett á hana nýupptekin 350 skifting.
Bílinn var svo allur sprautaður svartur. Á bara eftir að koma á hann húddi núna. En já hvað með smá myndir??
Líffæragjainn og upphafið af þessu öllu
Sá grái(uppgerðarbílinn)
Smá ryð svonna
Sá brúni sem grindin var notuð úr
"Malibu kerra" Kallinn var að sprauta hurðir og fleira þannig að gripnum var breytt í kerru og skellt ínní skúr hjá mér á meðan á sprautun stóð yfir.