Author Topic: Stigamál  (Read 15135 times)

Offline 1966 Charger

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 849
    • View Profile
Re: Stigamál
« Reply #40 on: September 13, 2008, 22:08:02 »
Sæll Valli

Ég er sammála þér með að reglurnar verða að vera skýrari. Mér sýnist líka að skrifin þín bendi til að þú sjáir að hér er komið upp vafamál. 

Hálfdán; Þú stekkur núna yfir í IHRA reglunar en áðan sagðirðu sagðirðu að NHRA reglurnar giltu. Þetta er ruglingslegt.  Gildir svo sem einu vegna þess að IHRA reglurnar fjalla heldur ekki UM ÞAÐ SEM MÁLIÐ SNÝST: ÞRIGGJA FERÐA BACK UP REGLUNA SEM ER SÉRÍSLENSK  og hefur verið notuð í kvartmílukeppnum hér heima frá byrjun!  Sem betur fer erum við Íslendingar ekki það þrælslundaðir að við sitjum og stöndum nákvæmlega skv. erlendum reglubókum; við höfum haft vit á að laga þær að íslenskum aðstæðum.

Mín skoðun er að við verðum að halda okkur við þær "reglur"  sem giltu þegar keppnistímabilið byrjaði út þetta keppnistímabil.  Ekki er hægt að ógilda þriggja back up ferða regluna núna, það væri einungis hægt á aðalfundi.  Ef hægt væri að svissa alveg yfir í NHRA núna þá hlyti sú breyting að gilda aftur til fyrstu keppninar í sumar.  Og það herrar mínir og frúr mundi að sjálfsögðu breyta öllu fyrir marga keppendur því nokkur met yrðu þá ógild m.a. líklega fyrra met í MC.

Þessi umræða okkar hér er mjög gagnleg og upplýsandi en við ráðum þessu ekki. Stigagjöfin verður hvorki ákveðin af mér, þér, Harry og Hálfdáni en við megum auðvitað hafa skoðun á henni.   Ég ítreka því að ég óska eftir að keppnisstjórnin fjalli um þetta mál og felli um það röskstuddan úrskurð fyrir lokakeppnina.  Og á meðan ég hef ekki séð á penti að það sé bannað þá held ég því fram og hef fært fyrir því rök að allir sem sigla undir íslandsmeti í tímatökum og keppni mega gera þrjár tilraunir til að staðfesta tímann sinn skv. 1% reglunni þar til keppnisstjórn segir keppni lokið.

Góðar stundir

Ragnar
66 Charger, 451, .582" lift, 10" conv.  4.10:1. 1868 kg/4118 lbs.
60=1,994, 11,79@114 mph venjuleg Firestone radial dekk.
Íslandsmeistari MC 2007, 2008 og 2009.

Offline 429Cobra

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.440
    • View Profile
Re: Stigamál
« Reply #41 on: September 13, 2008, 23:50:11 »
Sælir félagar. :)

Sæll Ragnar.

Ég sagði aldrei að reglur IHRA gylltu í þessu tilviki.!

Eins og skrifaði hér að ofan þá er ég EKKI með NHRA bókina hjá mér og kemst ekki í hana fyrr en á mánudag.

Hinns vegar fann ég nýjustu reglubók IHRA á netinu og setti hlekk inn á hana til að fólk gæti skoðað, og benti síðan á þá reglu sem myndi eiga við um þetta mál hjá þeim það er IHRA.

Þegar þessi þriggja ferða regla var sett í kringum 1990 var það vegna þess hversu fáir keppendur voru, og stundum var verið að setja met þegar viðkomandi hafði verið ein í flokki.
Þá gafst ekki tækifæri á því að bakka upp þegar engin ferð var eftir.
Þetta töldust/teljast sér Íslenskar aðstæður þar sem þetta þekkist ekki í Ameríkunni og í samráði við keppendur var þessi regla sett inn.
Það var líka sú regla inni þar til í sumar að það mátti ekki setja met í tímatökum.
En þar sem NHRA/FIA breyttu þessari reglu fyrir yfirstandandi tímabil hjá sér þá tókum við hana upp líka.

Ég er með nokkrar gamlar reglubækur hér hjá mér og er að skoða hvort þessi regla sé í einhverri þeirra.

Ég veit að Einar Möller á NHRA reglubók og það væri nú snjallt ef hann gæti skannað þessa síðu með metreglunum inn, svona allavega til að leyfa okkur að sjá þær nýustu!

Kv.
Hálfdán.
Kveðja.<br />Hálfdán Sigurjónsson.   :roll:<br /><br />Losing Is Natures Way Of Saying YOU SUCK.<br /><br />Öll endurbirting á skrifum mínum á þennan vef eða annars staðar er bönnuð nema að fengnu skriflegu samþykki höfundar.

Offline 1966 Charger

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 849
    • View Profile
Re: Stigamál
« Reply #42 on: September 14, 2008, 00:57:23 »
Sælir félagar. :)

Sæll Ragnar.

Ég sagði aldrei að reglur IHRA gylltu í þessu tilviki.!

Þegar þessi þriggja ferða regla var sett í kringum 1990 var það vegna þess hversu fáir keppendur voru, og stundum var verið að setja met þegar viðkomandi hafði verið ein í flokki.
Þá gafst ekki tækifæri á því að bakka upp þegar engin ferð var eftir.
Þetta töldust/teljast sér Íslenskar aðstæður þar sem þetta þekkist ekki í Ameríkunni og í samráði við keppendur var þessi regla sett inn.
Það var líka sú regla inni þar til í sumar að það mátti ekki setja met í tímatökum.
En þar sem NHRA/FIA breyttu þessari reglu fyrir yfirstandandi tímabil hjá sér þá tókum við hana upp líka.

Kv.
Hálfdán.

Sæll Hálfdán

Nei þú sagðir það ekki.  Kannski varstu bara að pósta þeim upp á einhverja samanburðarmálfræði. Skiptir í raun engu máli mér fannst það bara ruglingslegt að bæta einhverju regluverki inn í umræðuna sem hefur ekkert gildi varðandi met hér skv. þér. 

Það er hægt að grúska í gömlum og nýjum NHRA, IHRA, ADRA, ADRL, AHRA og FIA og FAST reglubókum en hvað sem þar er skrifað um met en það mun ekki ráða úrslitum í þessu máli vegna þess að þar er hvergi stafkrók að finna um þriggja ferða back up.

Það er þó greinilega jafnskýrt fyrir þér og eins og mér að þetta er séríslensk regla sem hefur verið til í 18 ár. Túlkunin á henni verður því að vera íslensk og byggja á því sem á undan er gengið hér heima í kvartmílu OG sandspyrnu.

Góðar stundir

Ragnar
66 Charger, 451, .582" lift, 10" conv.  4.10:1. 1868 kg/4118 lbs.
60=1,994, 11,79@114 mph venjuleg Firestone radial dekk.
Íslandsmeistari MC 2007, 2008 og 2009.

Offline Anton Ólafsson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.972
    • View Profile
Re: Stigamál
« Reply #43 on: September 14, 2008, 03:35:07 »
Houston we have a problem:

Við erum að reyna að ráða í hvaða reglur gilda um að bakka upp met.

HVERGI í ofangreindum NHRA reglum er að finna neitt um ÞRJÁR uppbökkunarferðir eins og tíðkast hafa hérlendis frá því kvartmílubrautin byggðist.  NHRA reglurnar segja einfaldlega að met sé ekki met nema það sé sett í keppni, eftir það er ekkert hægt að bakka upp.  Eins og allir vita hefur þessi NHRA regla aldrei gilt hérlendis.  Þessar útlendu reglur eru eins og Hálfdán sagði einhversstaðar "grunnur" að reglum KK og reglur KK virðast alltaf alltaf hafa gefið keppendum tækifæri á þremur tilraunum til að bæta tíma  undir íslandsmeti.  Ef að útlendu reglurnar og KK reglurnar rekast á þá hljóta KK reglurnar að vera æðri þeim útlendu. Af þessu leiðir að þar til ég sé annað Í PRENTUÐUM OG FULLGILDUM REGLUM mun ég halda því fram að allir keppendur sem fara undir Íslandsmeti í keppni megi fara Þrjár back up ferðir þar til keppnisstjórn lýsir keppni lokið.  Þetta þýðir að við Harry höfum hvorugur fullnýtt rétt okkar til að bakka besta tímann sem  er 12.344 upp.  Ég óska líka eftir að keppnisstjórn, sem fram að þessu hefur ekkert opinberlega sagt um þetta, skoði það sem við erum að deila um hér og úrskurði um þetta svo að málið verði á hreinu þegar lokabardaginn brestur á  :D

Góðar stundir

Ragnar


Metið er  12.344 var sett löglega í sðiðustu keppni!!
Það er ekki hægt að rengja þennan tíma né hvernig það var gert, því það stóðst allt saman samkvæmt bókinn!!!

Gaggi tók flottann tíma þrátt fyrir að vera ekki með bílinn gráann!!!


Svona er þetta bara!!

Offline Harry þór

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 714
  • Camaro 427
    • View Profile
    • http://www.korfubilar.is
Re: Stigamál
« Reply #44 on: September 14, 2008, 16:55:43 »
Hæ. þetta er flottur tími og engin rengir þennan tíma en hvort að hann sé löglega sett met er annað mál. Er sammála Ragnari að þetta verður að komast á hreint sem fyrst.

Ætla rétt að vona að þetta skemmi ekki annars mjög skemmmtilegt sumar Ragnar.

mvh harry
1969 Camaro 427 sYc
11.99 Drag radial 60 ft 1.650
12.24 BFG  radial 60 ft 1.795  111.93 mph
Altered dragster 598 bbc 4.77.  1/8 - 147.5 mph - 1.09 60 ft
1/4 7.65 - 163.5 mph

Offline 1966 Charger

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 849
    • View Profile
Re: Stigamál
« Reply #45 on: September 14, 2008, 20:54:18 »
Sæll Harry

Sammála, keppnisstjórn verður að úrskurða um þetta vafamál.

Ég held því fram að keppni sé ekki lokið en ef að hvorugur okkar bætir 12.344 tímann áður en keppni lýkur þá verður hann staðfest íslandsmet.

Mín rök:

1.  Keppnisstjórn fer með úrskurðarvald í svona vafamáli innan KK en hvorki keppendur né aðrir áhugasamir menn.
2.  Keppnisstjórn gerði engar athugasemdir við þessa 12.344 ferð mína þegar hún var farin hvorki fyrir hana né fram að þessu.
3.  Engin kæra eða athugasemd var gerð um þessa ferð innan auglýsts kærufrests, hvorki af þér né öðrum.
4.  Það stendur upp á þann sem segir 12.344 ferðina ólögmæta að sýna fram á með rökum og gögnum að svo sé.
5.  Met skulu ákvörðuð "at the conclusion of each event" segir í IHRA stigareglunum. Hugtakið "event" nær yfir keppnina alla en ekki keppni stakra flokka. Þessvegna eigum við og áttum báðir rétt á að fara þrjár back- up ferðir.
6.  Ef að íslenskar reglur stangast á við erlendar reglur þá eru erlendu keppnisreglurnar víkjandi.
7.  Í erlendu reglunum er hvergi fjallað um þriggja ferða back up og þessvegna eiga þær ekki við um þetta vafamál.
8.  Þriggja ferða back-up reglan er séríslensk og hefur áunnið sér hefð s.l. 18 ár.  Úrskurður þessa vafamáls byggir á henni vegna þess að hún er æðri erlendum keppnisreglum.
9.  Hvergi hefur komið fram að þriggja ferða back up reglan sé þannig útfærð að fari tveir eða fleiri keppendur undir íslandsmetstímum í keppni eða tímatökum þá fái sá sem setur lægsta tímann við lok útsláttar einkaleyfi á þremur back up ferðum.
10.  Hvergi hefur komið fram að þeim sem setja tíma undir íslandsmeti sé bannað að fara back up ferðirnar þrjár.  Það sem ekki er bannað það er leyfilegt.


Ég veit ekki hvað Sir Anton er að spá en þótt hann taki afstöðu með mér þá eru á bakvið hans mál önnur rök en mín og þau eru mér enþá óljós en ljóst þó að það er alltaf gaman að koma til Akureyrar.

Ég vil og vona að keppnisstjórn leyfi okkur að útkljá þetta á brautinni fyrir næstu keppni.  Í þriðju keppninni þá áttirðu sviðið og það verðskuldað.  Ég fór heim af þeirri keppni staðráðin í að gera betur.  Lá yfir bílnum og útkoman var bæting tíma um 0,23 sek og endahraða um 1,41 mílu.  Þú þarft ekki að óttast að ég verði með leiðindi en ég mun sækja og verja mitt mál með rökum.  Ef ég væri þannig lundaður að vilja kæra eða röfla mig í gegnum mótið (sem ég er alls ekki að ásaka þig um)  þá hefði ég geta klagað að þú komst of seint á síðustu keppni miðað við "pittur lokar kl. 10" regluna (þú manst ég grínaðist um þetta við þig). En ég gerði það ekki og mun ekki gera það vegna þess að mér finnst þessi keppni okkar miklu skemmtilegri en bikarinn og stigin sem ég hefði sennilega átt vís ef ég hefði hlaupið upp í turn með tíðindin.

Góðar stundir

Ragnar

66 Charger, 451, .582" lift, 10" conv.  4.10:1. 1868 kg/4118 lbs.
60=1,994, 11,79@114 mph venjuleg Firestone radial dekk.
Íslandsmeistari MC 2007, 2008 og 2009.

Offline 429Cobra

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.440
    • View Profile
Re: Stigamál
« Reply #46 on: September 14, 2008, 21:04:38 »
Sælir félagar. :)

Ragnar kemur með góð rök fyrir sínu máli, og það er alfarið keppnisstjórnar og þá dómnefndar keppninnar að skoða þetta ef til þeirra kasta kemur.

Ferð sem er farinn í keppni og keppnisstjórn/stjóri samþykkir er lögleg ferð.
Keppni í þessu tilviki er ekki lokið, þó svo að búið sé að keyra nokkra flokka til úrslita.

Það eina sem að mér finnst persónulega getað verið álitamál í þessu er ef að það hefur verið búið að tilkynna úrslit í viðkomandi flokki áður en þessi ferð var farin.

Ef það verður vandamál og kæra þá langar mig ekki að vera í dómnefnd.

En flottur tími Ragnar. :!:

Kv.
Hálfdán. :roll:
Kveðja.<br />Hálfdán Sigurjónsson.   :roll:<br /><br />Losing Is Natures Way Of Saying YOU SUCK.<br /><br />Öll endurbirting á skrifum mínum á þennan vef eða annars staðar er bönnuð nema að fengnu skriflegu samþykki höfundar.

Offline Davíð S. Ólafsson

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 306
    • View Profile
Re: Stigamál
« Reply #47 on: September 14, 2008, 21:25:45 »
Sæli strákar.

Gaman að menn skulu vera hér á málefnalegum nótum.

Ég kem til með að leggja til við mína menn að þær ferðir sem þarf til þess að bakka uppp met verði keyrðar þegar við ljúkum formlega keppninni sem var frestað.

Í síðustu keppni þá náðum við ekki að klára hana vegna ástæðna (rigning/blautt) sem komu upp. Næst þegar við keppum þá þarf að ljúka þeim ferðum sem eftir eru í GF, OF og ferðirnar til þess að bakka upp met. Þegar því er lokið þá er keppninni formlega lokið.

Mín tillaga er sú að Ragnar og Harry fái  þær ferðir (3) sem þarf til þess að bakka upp tímana sem þeir settu .

Kveðja
Davíð S.Ólafsson


Offline Hera

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 590
    • View Profile
    • http://www.123.is/honda
Re: Stigamál
« Reply #48 on: September 18, 2008, 17:09:29 »
Smá spurning hver myndi vinna  þegar 5 keppni er lokið og fyrsta sæti er jafnt á stigum :?:
Bara að spá þar sem sú staða gæti komið upp í mínum flokk.......

Edda Guðna
Never argue with an idiot.
They drag you down to their level then beat you with experience.

Offline Björgvin Ólafsson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.159
    • View Profile
Re: Stigamál
« Reply #49 on: September 18, 2008, 21:26:01 »
Það er sá er fyrr sigrar og/eða vinnur fleiri innbyrðis sigra ykkar í milli.

kv
Björgvin

Offline Hera

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 590
    • View Profile
    • http://www.123.is/honda
Re: Stigamál
« Reply #50 on: September 18, 2008, 21:58:39 »
Takk fyrir svarið  8-)

Edda Guðna
Never argue with an idiot.
They drag you down to their level then beat you with experience.

Offline Racer

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
Re: Stigamál
« Reply #51 on: September 19, 2008, 13:54:07 »
er þá ekki málið að menn fara að endurskrifa og þar með koma nýjum eða skýrari reglum fram á svið um svona?

fyrst það er nú smá tími í aðalfund.

einhverjir.. 3-5 eða bara 2000 aðilar hljóta að geta sett á netið nokkra kafla um hvað má fara betur og svo er tekið einn stór heild sem menn sætta sig við.
« Last Edit: September 19, 2008, 13:55:47 by Racer »
Davíð Stefánsson
KK Member 2015 #857