Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar
Ódrepandi Keppendur
Shafiroff:
sælir félagar.RAGGI ég er orðinn afi og held ég flestir þessi gömlu og þú ert þú ekki líka orðinn afi.en GEIR nei ég tek ekki fleiri ferðir á gamla rauð það mun dóttir mín gera og það gæti hugsanlega farið að styttast í það.allt í vinnslu.kv AUÐUNN HERLUFSEN.
1966 Charger:
Sæll Auðunn
Það er nú gaman af því að margir þessir harðsvíruðustu kvartmílukallar eru búnir að koma afkvæmunum upp á lagið. Það tryggir vöxt í sportinu og vert að hlúa sérstaklega að þessum gaurum. Synir hans Kalla, þeir Jónas og Kiddi, Árni Kjartanss, Örn Ingólfss, Geir Harrysson og Kiddi Rúdólfss eru góð dæmi um að knastásinn fellur ekki langt frá sveifarásnum. Á síðustu keppni mætti Emil Gunnlaugsson með pabba sínum og hafði gaman af. Það er talsvert í afatitilinn hjá mér en í viðhenginu má sjá 11 ára gamla mynd af eldri syni mínum. Hann varð snemma læs á erlendar tungur og þótti ekkert betra lesefni en Moparblöðin :D. Ég velti því stundum fyrir mér hvort hann muni keppa í flokki raf- vetnis- eða biodieselbíla í framtíðinni.
Góðar stundir
Err
jkh:
Já það væri gaman að telja upp afana sem eru að keppa á brautinni.
En Hérna eru tvær gamlar af strákunum mínum. Jónas undir stýri á Super bee,
sumarið 1995 fimm ára gamall,Hin af Kidda tekinn 1985 eða 6 að stýra Charger.
Kv Kalli
Kiddi J:
Maður er nú fallegur núna, en vá hvað maður var fallegt barn.... =D>
Það verða nú kanski fleiri afar í MS/MC næsta sumar 8-)
S.Andersen:
Sælir félagar.
Já þetta eru skemmtilegar myndir og skrif um fyrri tíð sem var mjög góður tími.
Það hefur lítill fugl hvislað að mér að Kalli málari (Kalli míla)sé að verða AFI og keppi afa flokknum á næsta ári.
Kv.S.A.
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version