Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar
Ódrepandi Keppendur
429Cobra:
Sælir félagar. :)
þessi þráður átti nú að fara í "Harðkjarnagegnið", en einhverra hluta vegna hef ég ekki fengi að gang þrátt fyrir að mér sé sagt að svo sé. :-k.
En hvað um það.
Ég fékk ánægjulegt símtal áðan frá gömlum félaga Gunnlaugi Emilssyni á Flúðum.
Eftir þetta samtal þá fór ég að spá í hvenær margir þessara kappa hefðu byrjað að keppa.
Ég fór því að grúska í gömlum myndum og fann hérna tvær.
Hér er sú fyrri:
Þetta er Gunnlaugur Emilsson á Dodge Charger að spyrna í keppni 1981.
Og síðan á sama bíl í keppni 2008 27.árum seinna :!:
Og Hérna er Sigurjón Andersen að spyrna í keppni 1982.
Og síðan á sama bíl 26. árum seinna :!:
Ef það er ekki hægt að kalla þessa tvo harðkjarnagengi þá veit ég ekki hvað. :shock: =D>
Meira seinna.
Kv.
Hálfdán. :roll:
Shafiroff:
sælir félagar.já þetta eru þessir sönnu alveg inn í merg og bein og sem betur fer þá eigum við marga svona kappa í þessu sporti okkar kannski ekkert skrítið þetta er dásamleg íþrótt sem sameinar allt það besta í okkur.það væri gott fyrir þessa sem eru búnir að vera á hliðarlínunni í öll þessi ár ,fólk sem hefur alltaf langað að koma útúr skápnum en ekki þorað að taka skrefið að gefa þessu gaum og skoða málið í þrívídd og þá kannski sjá þeir fljótt að þetta er ekkert feimnismál bara kíla á það og koma.ég persónulega þekki marga sem eru búnir að vera lengi á leiðinni og hefur alltaf dauðlangað en einhverra hluta vegna ekki getað tekið þetta stóra skref margumtalaða og eru sárkvaldir í sínum keppnisskáp innilokaðir,þá er kannski bara málið að tala við þessa kappa og fá hjá þeim góð ráð sem gæti kannski hugsanlega leitt til þess þeir yrðu hamingjusamir eins og við þessir sem þorðu.kv AUÐUNN HERLUFSEN.
Geir-H:
En hvað segiru Auðunn hvenar ætlar þú að taka run á brautinni á Hunts?
Doctor-Mopar:
Gaman að sjá gamla svarta challengerinn okkar Alla þarna vera að keppa við Sigurjón Andersen. Ég geri náttúrulega ráð fyrir því að sá svarti hafi verið á undan í mark \:D/ :-({|=
1966 Charger:
Já þeir eru flottir þessir kallar en bílarnir þeirra eru reyndar flottari.
Hér er mynd af öðrum myndarlegum sem byrjaði að keppa fyrir tíma farsíma og internets á síðustu öld. Ég held að það eina sem hafi breyst hjá þeim er að þeir eru búnir að skipta út lopa yfir í flís og svo er Sigurjón orðinn afi. Hvað skyldu annars margir afar/ömmur vera að keppa í kvartmílu hér heima?
Góðar stundir
Err
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version