Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur
STIG UPPFÆRÐ!
Valli Djöfull:
Ef þið rekist á eitthvað skrítið, látið mig vita um leið!
Ég uppfærði þá í GF og OF sem var búið að slá út.
Einhverjir stungu af þegar það rigndi. Við héldum áfram þó menn hefðu farið þar sem það var aldrei búið að blása af keppni.
Í GF eru úrslitaferðirnar sjálfar eftir. Þar keppa Þórður Tómasson og Gunnar Rúnarsson til úrslita. Þar er ekki búið að keyra neina ferð.
Í OF er Kristján Skjóldal kominn í úrslit þar sem keppinautar hans flúðu regnið.
Hinumegin eiga Leifur Rósinbergsson og Kristján Hafliðason eftir að keyra sína þriðju ferð. Sá sem vinnur þá ferð fer í Stíg í undanrúslitum. Svo Leifur, Krissi Hafliða eða Stígur mun keppa við Kristján Skjóldal um stærri dolluna.
Hitt er allt komið inn og er vonandi rétt. Ragnar S. Ragnarsson náði sér í íslandsmetið í þetta skiptið, hann og Harrý Þór Hólmgeirsson hafa verið að slá það til skiptis í sumar. BARA gaman að fylgjast með þeim 8-)
Nú bið ég hjólafólk um að hjálpa mér.
Íslandsmetin eru í rugli.
Nýjir flokkar en sumir eiga víst að halda gömlum metum er mér sagt. Hvaða flokkar halda metum og hver voru gömlu metin sem yfirfærast?
I flokkur heldur metum úr BLABLA flokk og þar var metið xx,xxx @ xxx,xx , slegið 01.01.01 af Jóni Jónssyni á Yamaha blabla '91
Getur einhver gert svona lista fyrir mig?
Stigin eru hér:
http://www.kvartmila.is/wiki/index.php/2008_Stig
og metin eru hér:
http://www.kvartmila.is/wiki/index.php/%C3%8Dslandsmet
Valli Djöfull:
Bætti við smá ramma neðst í íslandsmetaskjalinu.
Gömul met sem núlluðust út þegar reglubreytingar urðu.
Munið þið aðrar reglubreytingar sem hafa ollið því að met hafi núllast? Ef svo er, endilega komið þeim til mín og ég hendi þeim inn..
Það eina sem ég var með er gamalt met í MC sem Ómar Norðdal sló þegar slikkar voru inni.
1965 Chevy II:
Gaman að sjá að Ómar Norðdal er kominn á blað með gamla MC slikka metið þarna neðan við bifhjólametin =D>
Kristján Skjóldal:
en hvernig er með 1/8 met eða :?:
Valli Djöfull:
--- Quote from: Kristján Skjóldal on September 12, 2008, 23:13:00 ---en hvernig er með 1/8 met eða :?:
--- End quote ---
Ætla að renna yfir þau mál og henda inn á eftir.. +5 stig til íslandsmeistara
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version