Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur

Stigamál

<< < (10/11) > >>

1966 Charger:
Sæll Harry

Sammála, keppnisstjórn verður að úrskurða um þetta vafamál.

Ég held því fram að keppni sé ekki lokið en ef að hvorugur okkar bætir 12.344 tímann áður en keppni lýkur þá verður hann staðfest íslandsmet.

Mín rök:

1.  Keppnisstjórn fer með úrskurðarvald í svona vafamáli innan KK en hvorki keppendur né aðrir áhugasamir menn.
2.  Keppnisstjórn gerði engar athugasemdir við þessa 12.344 ferð mína þegar hún var farin hvorki fyrir hana né fram að þessu.
3.  Engin kæra eða athugasemd var gerð um þessa ferð innan auglýsts kærufrests, hvorki af þér né öðrum.
4.  Það stendur upp á þann sem segir 12.344 ferðina ólögmæta að sýna fram á með rökum og gögnum að svo sé.
5.  Met skulu ákvörðuð "at the conclusion of each event" segir í IHRA stigareglunum. Hugtakið "event" nær yfir keppnina alla en ekki keppni stakra flokka. Þessvegna eigum við og áttum báðir rétt á að fara þrjár back- up ferðir.
6.  Ef að íslenskar reglur stangast á við erlendar reglur þá eru erlendu keppnisreglurnar víkjandi.
7.  Í erlendu reglunum er hvergi fjallað um þriggja ferða back up og þessvegna eiga þær ekki við um þetta vafamál.
8.  Þriggja ferða back-up reglan er séríslensk og hefur áunnið sér hefð s.l. 18 ár.  Úrskurður þessa vafamáls byggir á henni vegna þess að hún er æðri erlendum keppnisreglum.
9.  Hvergi hefur komið fram að þriggja ferða back up reglan sé þannig útfærð að fari tveir eða fleiri keppendur undir íslandsmetstímum í keppni eða tímatökum þá fái sá sem setur lægsta tímann við lok útsláttar einkaleyfi á þremur back up ferðum.
10.  Hvergi hefur komið fram að þeim sem setja tíma undir íslandsmeti sé bannað að fara back up ferðirnar þrjár.  Það sem ekki er bannað það er leyfilegt.


Ég veit ekki hvað Sir Anton er að spá en þótt hann taki afstöðu með mér þá eru á bakvið hans mál önnur rök en mín og þau eru mér enþá óljós en ljóst þó að það er alltaf gaman að koma til Akureyrar.

Ég vil og vona að keppnisstjórn leyfi okkur að útkljá þetta á brautinni fyrir næstu keppni.  Í þriðju keppninni þá áttirðu sviðið og það verðskuldað.  Ég fór heim af þeirri keppni staðráðin í að gera betur.  Lá yfir bílnum og útkoman var bæting tíma um 0,23 sek og endahraða um 1,41 mílu.  Þú þarft ekki að óttast að ég verði með leiðindi en ég mun sækja og verja mitt mál með rökum.  Ef ég væri þannig lundaður að vilja kæra eða röfla mig í gegnum mótið (sem ég er alls ekki að ásaka þig um)  þá hefði ég geta klagað að þú komst of seint á síðustu keppni miðað við "pittur lokar kl. 10" regluna (þú manst ég grínaðist um þetta við þig). En ég gerði það ekki og mun ekki gera það vegna þess að mér finnst þessi keppni okkar miklu skemmtilegri en bikarinn og stigin sem ég hefði sennilega átt vís ef ég hefði hlaupið upp í turn með tíðindin.

Góðar stundir

Ragnar

429Cobra:
Sælir félagar. :)

Ragnar kemur með góð rök fyrir sínu máli, og það er alfarið keppnisstjórnar og þá dómnefndar keppninnar að skoða þetta ef til þeirra kasta kemur.

Ferð sem er farinn í keppni og keppnisstjórn/stjóri samþykkir er lögleg ferð.
Keppni í þessu tilviki er ekki lokið, þó svo að búið sé að keyra nokkra flokka til úrslita.

Það eina sem að mér finnst persónulega getað verið álitamál í þessu er ef að það hefur verið búið að tilkynna úrslit í viðkomandi flokki áður en þessi ferð var farin.

Ef það verður vandamál og kæra þá langar mig ekki að vera í dómnefnd.

En flottur tími Ragnar. :!:

Kv.
Hálfdán. :roll:

Davíð S. Ólafsson:
Sæli strákar.

Gaman að menn skulu vera hér á málefnalegum nótum.

Ég kem til með að leggja til við mína menn að þær ferðir sem þarf til þess að bakka uppp met verði keyrðar þegar við ljúkum formlega keppninni sem var frestað.

Í síðustu keppni þá náðum við ekki að klára hana vegna ástæðna (rigning/blautt) sem komu upp. Næst þegar við keppum þá þarf að ljúka þeim ferðum sem eftir eru í GF, OF og ferðirnar til þess að bakka upp met. Þegar því er lokið þá er keppninni formlega lokið.

Mín tillaga er sú að Ragnar og Harry fái  þær ferðir (3) sem þarf til þess að bakka upp tímana sem þeir settu .

Kveðja
Davíð S.Ólafsson

Hera:
Smá spurning hver myndi vinna  þegar 5 keppni er lokið og fyrsta sæti er jafnt á stigum :?:
Bara að spá þar sem sú staða gæti komið upp í mínum flokk.......

Björgvin Ólafsson:
Það er sá er fyrr sigrar og/eða vinnur fleiri innbyrðis sigra ykkar í milli.

kv
Björgvin

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version