Sælir félagar.
Sæll Ragnar.
Ég sagði aldrei að reglur IHRA gylltu í þessu tilviki.!
Eins og skrifaði hér að ofan þá er ég EKKI með NHRA bókina hjá mér og kemst ekki í hana fyrr en á mánudag.
Hinns vegar fann ég nýjustu reglubók IHRA á netinu og setti hlekk inn á hana til að fólk gæti skoðað, og benti síðan á þá reglu sem myndi eiga við um þetta mál hjá þeim það er IHRA.
Þegar þessi þriggja ferða regla var sett í kringum 1990 var það vegna þess hversu fáir keppendur voru, og stundum var verið að setja met þegar viðkomandi hafði verið ein í flokki.
Þá gafst ekki tækifæri á því að bakka upp þegar engin ferð var eftir.
Þetta töldust/teljast sér Íslenskar aðstæður þar sem þetta þekkist ekki í Ameríkunni og í samráði við keppendur var þessi regla sett inn.
Það var líka sú regla inni þar til í sumar að það mátti ekki setja met í tímatökum.
En þar sem NHRA/FIA breyttu þessari reglu fyrir yfirstandandi tímabil hjá sér þá tókum við hana upp líka.
Ég er með nokkrar gamlar reglubækur hér hjá mér og er að skoða hvort þessi regla sé í einhverri þeirra.
Ég veit að Einar Möller á NHRA reglubók og það væri nú snjallt ef hann gæti skannað þessa síðu með metreglunum inn, svona allavega til að leyfa okkur að sjá þær nýustu!
Kv.
Hálfdán.