Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur
Hvað skal gera í svindli?
Valli Djöfull:
Nú er ég búinn að vera að velta einu fyrir mér.. Ef það kemur bíll í flokk sem er einhverjum tugum kílóa of léttur fyrir þann flokk miðað við vélarstærð.. Slær íslandsmet, gildir það? Menn voru meira að segja að svindla á vigtinni með því að þyngja bíla á meðan þeir voru vigtaðir. Þó þeim hafi fundist það fyndið finnst mér þetta grafalvarlegt mál.
Er öllum sama um þetta?
Kristján Skjóldal:
þetta er eitthvað sem skoðunar menn verða passa uppá svo er ekkert mál ef að met er sett að vigta aftur billinn :idea:
Einar Birgisson:
Ertu ekki að djóka Valli ? ekki eru menn að leggjast svona lágt ?
maggifinn:
Þetta með eitthvað svindl í vigtun var nú bara afgreitt sem hvert annað djók.ég hef sjaldan hlegið jafnmikið niðrí pitt.
bíllinn var því vigtaður aftur.
það komu ábendingar frá stjórn klúbbsins strax um morguninn um að bíllinn skildi athugaður, það var gert. eftir athugun kom í ljós að ekki var búið að þyngja bílinn.. Keppnisstjórn vænti ég að hafi gert viðeigandi ráðstafanir eftir það.
Keppnisstjórn vissi vel að bíllinn var 50kg of léttur einsog á síðustu keppni og ætlaði keppnisstjórn að færa hann um flokk.
Ég held að menn geti nú alveg andað með nefinu.
Í hvaða flokki var metið sett? Var bíllinn ekki færður?
Jón Geir Eysteinsson:
Bara forvitni..........hvaða bíll er þetta ...? :shock:
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version