Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur

13,90 flokkur

(1/5) > >>

Harry þór:
Hæ. Í keppninni í gær gerðist sá leiðinlegi atburður að bíll sem var skráður í 12,90 var settur í 13,90. Hvað hefur bíll að gera sem keppir í 12,90 að gera í 13,90? Í 13,90 er mjög hörð keppni til Íslandsmeistara, en þessi gjörningur skemmdi það. Að það sé löglegt er bara ekki að gera sig í þessu máli.Þessi umræddi bíll þurfti að slá af á 1/8 og bara passa sig á að vera á undan og hvað er það gaman , þá sérstaklega fyrir bílstjórann. Hann á bikar eftir daginn og búinn að skemma mikið fyrir öðrum :mrgreen: :mrgreen: :mrgreen:

Var þetta kannski einhverskonar keppnisskipulag til að hjálpa öðrum í baráttunni til meistara,ég bara spyr. Sá sem vann 13,90 átti ekki sigur skilið og þegar hann horfir á dolluna þá vonandi :oops:

Þarna á keppnistjórn lika sinn þátt.

mbk Harry Þór

Kristján Skjóldal:
það er svo sem ekkert sem bannar það en hefur ekki bara vantað í hans flokk þessvegna hefur hann farið upp um flokk  :-k

Daníel Már:
já enn það segir sig sjálft að bíll sem er í 12.90 flokk fer ekki í 13.90 flokk það er bara heimska hann færir sig í flokk ofar ekki neðar, hversu gaman er það að vera á bíl sem þú þarft að slá af áður enn þú ferð í mark.. Auðvitað átti þessi einstaklingur að koma í RS

Harry þór:
Sæll Kristján. það er nefnilega málið, upp um flokk ekki niður um flokk.

mbk Harry

Racer:
umræddur bíl og sá sem lentu í 2 og 3 sæti hafa allir farið undir 13.90 tíma og eru allir að dominata bara mismikið :mrgreen:
Málið snýst um að umræddur bíl hefur bara farið lengra undir 13.90 en hinir , nákvæmilega 13.384 en er að flakka í 13.6-13.8 nema með slæmum rönnum yfir 14 sec.

Þetta er ástæða að Bracket er nú ekki vinsælt sport á þessu skeri að allir geta nú mætt og gert þetta.

ósanngjarnt já

Mér finnst að menn ættu nú að spá hvar þessir hinir 3 keppendur í 12.90 voru sem varð til þess að ég fór nú nær mínum aksturtíma en að ég færi í flokk sem menn eru að fara lágar 12 sec háar 11 sec  :wink:

Enn ég hefði nú geta gert þetta í allt sumar að skrá mig í 13,90 en það hefði nú orðið til þess að menn hefðu bara hætt að mæta í flokkinn , ekki kvarta ég þó ég hef haft 2 í 12.90 sem hafa verið að dominata og allir geta skráð sig sem þurfa að passa sig að fara ekki undir tíma.

svo er það að ég sló nú bara af í spyrnum á móti Camaro hans Geirs Harrys en þær spyrnur á móti þeim sem lenti í öðru sæti Hafþór á civic þar þurfti ég að gefa allt í og að það er sagt að Camaro hefði geta nælt sér í 1 sæti í heildarstig ef hann hefði unnið er bara fáránlegt þar sem það munaði slatta á mér og camaro.

annars reiknaði ég þetta dæmi með heildarstig í gær og komst að spennandi hlut í gær
397 ef Haffi hefði unnið , 376 fékk hann fyrir annað sætið
ef Geir hefði unnið 346 og Geir hefði fengið 325 fyrir annað sætið.
já Haffi hefði samt verið á undan með stig.

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version