Author Topic: 1955 Chevy Bel Air > A-190  (Read 2437 times)

Offline Moli

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 6.016
  • www.musclecars.is
    • View Profile
    • http://www.musclecars.is
1955 Chevy Bel Air > A-190
« on: September 05, 2008, 14:12:31 »
Held að þessi hafi ekki verið auglýstur til sölu hérna. Gullfallegur bíll á ferð. 8)

http://chevy55.bloggar.is/

Quote from: chevy55.bloggar.is
Bíllinn var keyptur nýr til landsins í nóvember 1955 og er ég fjórði eigandinn af honum frá upphafi. Upphaflega var hann allur ljósblár með kremhvítan topp og 6cyl beinsk. Hann var síðan lagaður og sprautaður árið 2000 og var þá sprautaður eins og hann er nú, nema póstarnir voru bláir. Þegar ég sá svo myndir af öðrum bílum með póstana hvíta, þá ákvað ég að láta sprauta þá hvíta og toppinn í leiðinni. Ég byrja síðan að vinna í honum af krafti árið 2004 og þetta er árangurinn. Búið er að breyta bílnum mikið, og endurnýja nánast allt. Ég lét skoða hann vorið 2007 fyrst og fékk þá fulla skoðun á hann. þá hafði hann ekki verið skoðaður síðan 1994. Það er allt nýtt í undirvagni, s.s. bodypúðar, demparar, gormar, klafafóðringar, spindlar, allt í stýri nýtt (100% hjólastilltur), allt í bremsum, allir boltar og skinnur ofl. Afturdemparar koma uppí bita sem búið er að smíða milli grindarbita. Bíllinn hefur allur verið lækkaður um ca 3" og settur á Tourqe thrust II felgur (245/45/17). Mótor og skipting í 100% standi og búið að endurnýja allt á mótor, s.s. kveikja og þræðir, niðurgíraður startari, bensíndæla, vatnsdæla, alternator, rafgeymir nýlegur og allt rafkerfi endurnýjað, nýr rafm. rúðuþurrkumótur í stað gamla loftþurrkumótorsins, nýr blöndungur, allar hosur nýjar og bensínlögn endurnýjuð og sveruð frá tanki. Vélarsalur og mótor samlitað bílnum og nóg af krómi. Mótorinn er 4 bolta 350 (standard) með nýju álmilliheddi, edelbrock 600 blöndungi og keramikhúðuðum flækjum. Skiptingin er 350, nýupptekin (ekin ca 3000km). Búið að skipta út original hásingu fyrir 10 bolta með 3.73 hlutfalli.
Pústkerfið er nýtt, tvöfalt 2 1/2" og flowmaster kútar sem sánda ótrúlega. Tekinn í gegn að innan í fyrra vetur og allt klætt uppá nýtt (hvítur og blár) og er mjög fallegur. Í gólfið á honum bræddi ég tjörumottur, upp hvalbak og aftan við aftursæti sem eru hljóðeinangrun og yfir það lagði ég fyllti. Ofan á það kom svo nýtt teppi og að sjálfsögðu nýjar mottur. Í honum eru góðar græjur sem hljóma mjög vel, nýr pioneer 4X50w spilari sem settur var í stokk sem hægt er að fjarægja, nýir bassahátalarar og tweeterar í framhurðum og bassahátalarar afturí, allt magnaratengt afturí skott (DLS). Mest allt króm utan á bílnum er nýtt s.s. stuðarar, öll ljós, listar, handföng, merki, og aukahlutir. Aukahlutir eru skyggni, stuðaraskraut, sílsalistar, plötur bakvið handföng ofl. Aðalljós eru Xzenon frá Classic Chevy. Skyggnið yfir framrúðu er nánast ómögulegt að ná í, sem og stuðaraskraut á framstuðara (nýtt). Grillið er einnig nýtt (custom álgrill frá Classic Chevy). Nýr dekkjagangur fylgir með hvítum hringjum og nýjum original koppum sem komu nýjir með bílnum á sínum tíma en voru aldrei settir undir. Þau dekk eru á sandblásnum og sprautuðum felgum. Original grill í þolanlegu ástandi fylgir (þarf að fægja upp). Öll ljós, miðstöð og rúðuþurrkur virka (nýtt) ofl ofl ofl. Mjög sprækur, þýður og skemmtilegur bíll að öllu leyti sem vekur mikla athygli hvar sem hann kemur og maður fær ekki nóg af að aka. Hægt að setja í gang og keyra hvert sem er.

Kostaði 2.500.000.- í uppgerð. Fæst á mjög góðu verði.
Hringdu í S:844-9340 og bíllinn getur orðið þinn.
Kristján Ingvarsson








Magnús Sigurðsson.
www.musclecars.is
1971 Chevrolet Nova
1969 Ford Mustang 351W
1970 Ford Cortina
bilavefur.net á YouTube
mc@internet.is