Strákar, þið eigið ekki að hlusta á þessa kalla sem er eru alltaf að skammast. Það á að taka ákvörðun í hádeginu á föstudögum (eftir að hafa ráðfært sig við veðurfræðing hjá Veðurstofunni) um það hvort keppni verði, ef tvísýnt er með veður. Nöldrararnir geta þá hringt í veðurfræðingin og hellt sér yfir hann ef veðrið breytist svo til hins betra. Einnig mætti koma með tilkynninguna kl. 8:00 að morgni keppnisdags, en það kæmi sér auðvitað illa fyrir norðanmenn. Nú sýnist mér spáin vera þokkaleg fyrir laugardaginn en afleit á sunnudag.
Kveðja, Stebbi Þ.