Sælir félagar !
Tek undir með Ingólfi að gott hefði verið að gera eitthvað í brautarmálum í sumar, t.d. að leggja slitlag á einhverja 50-100 metra. Spurning hvort að Stjórn KK hafði áform uppi um að fara í alsherjar framkvæmdir næsta sumar ? Tel rétt að stjórn KK kalli sama félagsfund í enda mánaðarins til að ræða framtíðaráform varðandi brautina. Slíkur félagsfundur þarf að vera boðaður með dagskrá þar sem framkvæmdamál verða helsta umræðuefnið. Þar þarf meðal annars að ræða hugsanlegt plan B, þ.e. ef að dregst eitthvað á langinn að Hafnarfjarðarbær komi til móts við KK þá er náttúrulega ekki fært að fresta framkvæmdum til einhverra ára.
Fundurinn þarf þá að ræða hvernig menn telja sig vera stadda fjárhagslega eftir hugsanlega aðra bílasýningu næsta vor, osfrv.

Vona að stjórn KK taki því vel að félagsmenn leggi fram hugmyndir á þessu nótum .
kv.
Rúdólf