Svona til að vera ekki alveg offtopic þá koma hér nokkrar af uppáhals myndunum mínum af brautinni.
Fyrsta myndin hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér enda pabbi búinn að eiga þessa mynd nánast frá því að Jói tók hana og ég búinn að skoða hann svona ca. þúsundsinnum, svo er hún líka föst í minningunni vegna þess að dagin áður enn þessi mynd var tekin uppá braut þá var ég með pabba gamla inn í Fjöðrinni þar sem Gylfi Púst og Páll v8-undi voru að græja Monzuna fyrir þessa æfingu sem var sú fyrsta sem var haldin á brautinni fyrir nákvæmlega 30 árum.
Mynd nr. 2 er af uppáhalds bílnum mínum af öllum þeim sem hafa komið uppá braut fyrir utan kannski ÖS Camaro-inn, gamla Kryppan hans Dadda blessuð sé minning hennar
. Þessa mynd átti pabbi gamli líka í gamla daga en gaf hana dana sem við þekktum ásamt nokkrum öðrum myndum frá þessum tima.
Myndirnar eru fengnar af
www.bilavefur.net