Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur

Keppandalisti fyrir keppni 23. Ágúst

<< < (10/11) > >>

Valli Djöfull:
Teddi, gleymdirðu ekki að lesa eina línu? :)
Það var spurt, en GT og RS?

Í GT hafa amerísku bílarnir með stóru vélarnar verið að gera það gott..  Svo kemur japanskur bíll með 1/3 af vélastærð amerísku bílanna og ekki fær hann neitt forskot  :roll:

En hann bara vinnur sína heimavinnu betur en allir hinir og skilur þá eftir í fjórum svörtum förum  8-)

Eða átti ameríski bíllinn kannski að fá forskot af því að hann kann bara að snúa 2 dekkjum í einu? :)

Þó þú fílir forskot finnst mér forskot kjánalegt..   Ég skil sportið, en skilur þú það?

kv.
Valli

Shafiroff:
sælir félagar. í veðreiðum er það þannig að ef einn knapinn er léttari en hinir eru sett lóð á hann í formúluni eru allir jafnir hvað vikt og búnað varðar það er að segja vængir og öll uppsetning.ef menn koma með eitthvað sem stýngur í stúf þá er tekið á því.þessir flokkar sem háttvirtur möller talar um þá eru reglur þar eins og annars staðar í pro stock eru allir jafn þungir og með jafn stóra mótora meira að segja ef stimpilstangirnar eru ekki samkvæmt viktarstaðli þrátt fyrir að bíllinn sé jafn þungur og hinir bílarnir þá er hann úr leik og ekki bara það heldur missir hann öll áunnin stig.svo þetta skilningsleysi og þráhyggja að vera alltaf að agnúast út í þessar reglur er orðið hálf þreytandi og vil ég byðja menn að anda með báðum nösum og hætta þessu, þetta er svona og svona verður þetta púnktur.EINAR minn mættu bara í keppni og sýndu að þú sért bestur og hættu þessu pexi.virðingarfyllst AUÐUNN HERLUFSEN.

Einar K. Möller:
Teddi,

Ég gleymdi að taka fram að í þessum flokkum eru ekki draggar, þarna er átt við doorslammera, þú veist það sjálfur ef þú ferð útfyrir NHRA/IHRA að það er nóg af þessum flokkum.

Auðunn,

Hættu að tuða við mig á netinu og komdu í þetta kaffi sem þú ert búinn að lofa síðasta mánuðinn, ég er búinn að hella uppá óteljandi könnur hérna og allar kólnuðu þær.


Farið svo vandlega yfir fréttir, spjallborð og annað á netinu og sjáið hvað er að gerast. NHRA og IHRA eru að renna á rassinn, eru að missa keppendur og áhorfendur. Það var sett met um daginn í ADRL keppni (sem er heads-up doorslammer race) þar sem yfir 42 þús. áhorfendur komu á day 1. Eins er komið fram í dagsljósið eru Bruton Smith (sem á nokkrar kvartmílubrautir, þ.m.t nýju Zmax og Sonoma brautina) og JFR (John Force Racing) að gera klárt fyrir nýja race seríu því að hitt er búið að vera.

Shafiroff:
sæll EINAR.já er það eru þær margar könnurnar ansans.en það er ástæða fyrir þessu öllu eins og oftast,í fyrsta lagi er búið að vera brjálað að gera og hitt ég klessti pro stock gaylantinn og er hann ílla særður þessi vinur minn en ég er svona að byrja að laga nýtt húdd reyndar bara stock en allt í lagi fixum það nú bitinn fyrir framan vél þarf að fara og verður settur sfi staðlaður biti í staðinn.transbrake takkinn er að stríða mér og spurning að többa bara fyrir jól aldrei að vita.svo þessa daganna er ég á gf bíl sem mamma á alveg ágætur KIA SAUMA búið að léttann aðeins það var brotist inn í hann og græjunum stolið spurning hvort hann detti af vikt en jú á ég ekki bara að kíkja á þig í kvöld er það ekki upplagt.kv AÐUNN HERLUFSEN.

Einar K. Möller:
Ég verð með heitt á henni fyrir þig, eðalkaffi og ekkert annað.

Nýjustu National Dragster bíða hérna eftir að þú gluggir í þau líka.

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version