Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur

Þriðja keppnin

<< < (11/13) > >>

Belair:
 =D> 6.16 not bad  8-) bara eitt ,var þetta 1/8 eða 1/4   :D

her eitt sem eg hef vilja sá til enda
http://www.youtube.com/v/Dark1y6Q3zE&hl=en&fs=1

Guðmundur Þór Jóhannsson:

--- Quote from: Camaro SS on August 12, 2008, 17:49:57 ---Er ekki og verð ekki tapsár  :-" enn umræðan tókst allsvakalega á flug og það er bara gamann , hlakka til að sjá staðgengil minn hann Ingó á henni Gullu koma og sýna ykkur hvernig þetta er gert. En askodans Evoinn fer ótrúlega hratt ( sennilega fyrir allann peninginn) og lika gott hjá Mustang manninum með svona pínulítinn mótor .Gott hjá ykkur  =D> Segir okkur hinum að fara að gera eitthvað ..Allavegna að mæta kanski...

--- End quote ---

Jæja gott mál :)

Verst að ég kemst líklega ekki í næstu keppni .. allavega ef hún verður um helgina, en það er alltaf næst

Kiddi J:

--- Quote from: Valli Djöfull on August 12, 2008, 15:40:42 ---En eitt... í GT má 1 power adder ekki satt?
Stroke flokkast undir power adder skilst mér og einnig turbo..

--- End quote ---

Mér þætti nú hálf fáránlegt að kalla stroke/bor power adder..... Ekki er það gert í MC/SE... þar hafa fæstir verið með standard stroke/bor, og þar eru allir power adderar bannaðir.

Camaro SS:
Hmmmmmm ja man náhvæmlega ég væri til í að geta komið með smá Nos 150-200 Hö skot myndu skipta mig miklu máli og sennilega hina ennþá meira máli............. \:D/ Eða hvað ???

Kiddi J:
Vél
Aðeins má nota vélar sem voru í boði í því boddíi sem nota á. (T.d. má aðeins nota vélar úr 4 gen Camaro í 4 gen Camaro) Verður að vera samskonar blokk og kom í bílnum upprunaleg frá verksmiðju. Setja má forþjöppur á vélar sem ekki voru með forþjöppu original.

Blokk:
Aðeins má nota blokk sem voru í boði í því boddíi sem nota á. (T.d. má aðeins nota blokk úr 4 gen Camaro í 4 gen Camaro)

Sveifarás:
Frjálst val er á sveifarásum. Auka má slaglengd sveifaráss á vélum með engan aflauka. Aðeins upprunalegir eða eins og upprunalegir sveifarásar leyfðir. Þó er leyfilegt að nota hvaða efni í sveifarás sem er. Ekki má auka slaglengd sveifaráss. Aðeins slitrennsla á sveifarás leyfð.

Hedd:
Frjálst val er á heddum. Öll vinnsla á heddum er leyfð, svo framarlega að hún breyti ekki útliti þeirra. Frjálst val er á ventlum, ventlagormum, rockerörmum osf….. Leyfilegt er að stækka og vinna ventla að vild.

Ventlalok:
Allar gerðir og tegundir ventlaloka leyfðar.

Kambás:
Frjálst val er á kambásum.

Undirlyftur:
Frjálst val.

Tímagír:
Frjáls val á tímagírum, beltum, reimum, keðjum, osf…..

Stimpilstangir:
Frjálst val er á stimpilstöngum.

Stimplar:
Frjálst val er á stimplum.

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version