Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur
News: KVARTMÍLUKEPPNI Á LAUGARDAG KL 13:00 (ef guð lofar)
Hera:
Ég tek undir með Árný.
Þetta er hellings vinna á fáum höndum.
Það er ekki hægt að ætlast til þess að allt gangi smurt miðað við fjöldan sem vinnur að þessu :evil:
Ég mæti til að keppa en reyni að gera gagn aðstoða í sjoppu eða bara eitthvað :!: :!:
td þá er sonur minn í launaðri vinnu (sem ég greiði honum fyrir ekki klúbburinn) við að hjálpa til á æfingum og keppnum,
Hin leiðin sem hægt er að fara og er farin í flestum tilfellum erlendis er: MIKLU hærra félagsgjald, keppnisgjald, aðgangseyrir og launað staff :!:
Er það það sem fólk vill :?: :?: fyrir mína parta nei hjálpumst frekar að.
Ég tek samt undir það að þetta mætti ganga hraðar en sorry fáliðun hefur galla :-(
Jón Þór Bjarnason:
Það er mjög oft nýtt staff á hverri keppni sem veit ekki hvernig þetta gengur fyrir sig og það tekur tíma að koma því inn í sín störf.
Oftar en ekki kvartar staff við mig um að keppendur og æfendur séu að rífa kjaft við það.
Augljóslega fær fólk nóg og hættir að nenna þessu.
Ef við ættum að borga staffi þá þyrfti sennilegast að borga um sirka kr 5.000.- á mann.
Það þýddi að kostnaður við staff yrði um kr 50.000 til 100.000.- á keppnum og æfingum ef það væri full mannað.
Félags, æfinga og keppnisgjöld þyrfti að hækka all hressilega til að ná inn þessum kostnaðarauka.
Navigation
[0] Message Index
[*] Previous page
Go to full version