Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur
News: KVARTMÍLUKEPPNI Á LAUGARDAG KL 13:00 (ef guð lofar)
ND4SPD:
Sælir félagar !
Hef verið spurður að því all oft undanfarið hversvegna ég sé ekki að keppa í sumar, og svar mitt er einfaldlega
að á meðan það tekur 4-5 klukkutíma frá því maður "á" að mæta á svæðið og þar til að keppni yfirleitt
hefst (ef maður er heppinn) þá einfaldlega nenni ég ekki að eyða tíma mínum í þetta ! að vera heilan laugardag
frá 9-10 og til 17-18 á daginn fyrir nokkur rönn er bara engan vegin að fúnkera :???:
Fór á keppni erlendis og þar flæddu bílar um brautina og allt var eftir klukkuni ! þ.e.a.s ef þú varst ekki mættur á
réttum tíma þá einfaldlega varstu bara ekki með "án undantekninga"
Haugur af bílum allt frá drasli uppí þotuhreyfla apparöt en sammt tók keppnin 4 tíma frá því að komið var á svæði og
ekið aftur burt af því !
þetta vantar algjörlega uppá hér því ég veit um aðra en mig sem hafa bara ekki þann lúxus að geta "eytt" heilum degi í hangs.
Hvað þarf til að keppi hér heima geti gengið án þess að það taki daginn í að starta draslinu í gang ? :-k
Kveðja Brynjar Smári
3000gtvr4:
Margt til í þessu hef aldrei skilað það að maður þurfi að vera mættur kl 9 eða 10 og maður byrjar ekki að keyra fyrir en fyrsta lagi kl 11:30 eða 12 og eina sem er gert við bílinn í þessa 2 tima er að merkja hann
Skil alveg að þessir ofurbílar þurfa að mæta snemma ekki þessir götubílar þurfa þess nú varla eða hvað????
Já ég er búinn að vera keppa þarna hjá ykkur síðustu 2 tímabil
Harry þór:
Það sem þarf er svona Lúllar eins og þú komir uppá braut og hjálpir til ef þú ert ekki að keppa :twisted:
kv Harry
Dodge:
Vissulega gengur þetta stundum pínu rólega.. en hvað er að því að taka daginn í málið í þau örfáu skifti sem við fáum að nota þessar græjur okkar sem að restin af árinu fer í að smíða og fjármagna... bara spurning um að koma sér vel fyrir með kók og prins til að stytta sér aldur.... meina stundir.
Árný Eva:
--- Quote from: 3000gtvr4 on August 09, 2008, 00:03:19 ---Margt til í þessu hef aldrei skilað það að maður þurfi að vera mættur kl 9 eða 10 og maður byrjar ekki að keyra fyrir en fyrsta lagi kl 11:30 eða 12 og eina sem er gert við bílinn í þessa 2 tima er að merkja hann
Skil alveg að þessir ofurbílar þurfa að mæta snemma ekki þessir götubílar þurfa þess nú varla eða hvað????
Já ég er búinn að vera keppa þarna hjá ykkur síðustu 2 tímabil
--- End quote ---
Ef að fólk myndi bjóða sig fram til að hjálpa þá þyrfti ekki að bíða svona lengi ..... það þarf ekkert að standa við bílinn sinn og bíða þangað til keppni byrjar , það er alveg hægt að fara og tala við þá sem stjórna og fá eitthvað verkefni til að flýta fyrir. Í fyrrasumar mætti ég alltaf með minn bíl , skráði mig inn og fór svo að hjálpa við að merkja bíla eða annað sem þurfti að gera til að flýta fyrir . Þetta er ekkert bara að mæta og kveikja á græjunum og byrja eftir 5 mína þetta tekur allt tíma og það vantar ALLTAF staff sem btw er að vinna í sjálfboðavinnu við þetta
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version