Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur
1/8
Einar K. Möller:
Vel mælt ÁmK.... loksins eitthvað sem meikar smá sens.
Gretar Franksson.:
Sæll Rudolf, það kemur betur og betur í ljós þeir gallar sem eru á núverandi reglum í OF. Þetta var vitað mál með Alcahol og mismunandi power addera, Nitro,blasara,turbo..... að Indexið myndi verða sumum miklu hagstæðara en öðrum bara ef þeir fara þá leið sem vænlegust er.
Það hefur bara verið svo mikið hitamál að breyta reglum að mörgum hefur fundist betra að afmá agnúa á reglunum eftir að þeir hafa komið fram. Þá meina ég hjá okkur. Það má sjá sumt af þessu fyrirfram því það er augljóst. (fyrir þá sem þekkja til)
Þetta Index kerfi er búið til 1994 fyrir keppnistæki N/A + Nitro. Ekkert annað var inní dæminu. Blásarar + Nitro og blásarar/alcahol voru ekki með í þessu dæmi. Ég hef margsagt að þetta verður að leiðrétta.
Gretar Franksson
Kristján Skjóldal:
það er alveg sama hvaða kerfi er notað það verður alltaf hægt að finna gat í því :roll:og ef blásari nos alki er málið af hverju eru ekki allir með svoleiðis :?:svo eins og oft hefur verið talað um þá erum við sem erum að keppa í OF ekki margir 5-8 hræður og þar af bila 1-3 bilar í keppni svo að ég held að þetta kerfi eins og það er sé það skásta í stöðuni :-k en ég sé ekkert að því að það sé keirt 1/8 mót líka það er td hægt að gera á miðvikudagskvöldi kl 8 fyrir þá sem búa í Hafn :roll: :-#
Davíð S. Ólafsson:
Stjórn KK hefur tekið þá ákvörðun að einungis verði keppt í 1/8 í of flokki .
Til þess að geta keyrt öflugustu tækin á brautinni þá er ýmislegt sem þarfnast endurbóta.
Leggja þarf nýtt malbikslag á brautina, lengja, breikka og setja guardrail með allri brautinni.
Eins og staða mála er í dag þá er það okkar ákvörðun að keyra einungis 1/8 í of flokki.
Þeir aðilar sem gefa út umsögn og keppnisleyfi hafa gert athugasemdir varðandi þá þætti sem lúta að ástandi brautar, umhverfi hennar og öryggisþáttum.
(Skítt með 1/8... Öryggið felst í því að laga brautina s.s. steypt start og það töluvert úteftir 60 ft., breikkun á braut, guardrail alla leið og lenging á bremsukaflanum...
1/8 er bara plástur á öryggisvandamálið ). Þetta er nákvæmlega það sem segja þarf eins og Kiddi skrifaði.
Hjá Hafnafjarðarbæ liggur inni umsókn um flýti framkvæmd vegna lagfæringa og viðhalds á kvartmílubrautinni.
Fyrir hönd stjórn KK
Davíð S.Ólafsson.
Kristján Skjóldal:
](*,)hvað er að ykkur og er þetta hægt í miðju móti :?:
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version