Sælir félagar.
Sæll aftur Kristján.
Ég skoðaði þetta upp á mitt eindæmi og fletti upp í öllum reglum um spyrnukeppnar og fyrirkomulag þeirra sem að ég gat komið höndum yfir, og þar stóð hvergi að þetta mætti ekki gera, það er að fara með bíl úr pittsvæði og koma síðan með hann aftur.
Til að mynda í reglum um útilokun frá keppni og agaviðurlög vegna brota á keppnisreglum koma hvergi fram viðurlög við svona löguðu.
Ég man líka eftir dæmi frá "Orlando Speedworld" í keppninni "World Street Nationals" þá fór einn keppandi heim með mikið bilaða vél á laugardegi, gerði vélina upp og mætti aftur á sunnudegi og keppti í útslætti.
Þannig að það eru fordæmi fyrir þessu.
Hvort að þetta sé af hinu góða, það verður hvera að dæma um sjálfur.
Samkvæmt reglum er þetta hinns vegar löglegt og við getum ekki breytt því.
Kv.
Hálfdán.