Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar

1998 Mustang GT "Cobra" (VG-145) Drift video

<< < (3/4) > >>

Leon:
Jói verður þinn ekki svipað kraftmikill og þessi http://youtube.com/watch?v=BWx-XeaNMaY&feature=related

P.S. ekki heldur Ómar að hann hafi þig á þessu Trans Am fjósi  :mrgreen: :mrgreen: :mrgreen:

camaro85:
Helvíti flott hjá honum þetta er góður driver!

Olli:

--- Quote ---Þetta er 305(320) hp Cobra mótor.. 96-01  að vísu sagðir 320hp 99-01 en það var víst eitthvað vafamál.. þannig að allur vafi með hestöfl var tekinn af með 03-04 Cobra mótornum.. það er alvöru mótor  :D

--- End quote ---

Árið 1999 komu þeir með þessa útgáfu af Cobrumótornum, sem var nauðalíkur 1996-98 mótornum, en þeir breyttu milliheddinu í sparnaðarskyni og fengu úr því, bara verra millihedd, með verra loftflæði heldur en árin áður. 
Þetta orsakaði það í raun að 99 mótorinn var ekki en sinni 305hp eins og forveri sinn.   
Þessi mótor og bíll er síðan sett á pásu árið 2000 og Ford-menn einbeita sér að Cobru-R bílnum og mótor.
Árið 2001 koma þeim með sama mótor aftur á svið, en þá búnir að lappa uppá milliheddið og gefa honum sín réttu 320hp.

Nokkrar aðrar breytingar voru á milli 98 og 99.. t.d. er rafkerfið aðeins frábrugðið og einnig var 98mótorin með tvö "coil-packs" en 99 kom hann með Coil-on-plug s.s. engir kertaþræðir að eyðileggja útlitið :D  Einnig var ekkert return-fuel kerfi í 99-01.

En þessi umræddi mótor sem ég kaupi og set í þann gula er 2001módel sem þýðir að öll 320hrossin mættu með honum.  Hann var keyptur nýr ásamt nýjum t45 kassa, sem er samkonar setup og kom í 2001Cobrunni.
Hann datt beint ofan í, og ekkert mix... en þá kom hausverkurinn.... rafkerfið!
Rafkerfið í 96-98 bílnum er nefnilega töluvert ólíkt 99+.  Og var það snemma ljóst að ekki myndi ganga að setja bara komplett lúmið af cobruvélinni niður með, stinga í samband og burra út!  ónei!
Þetta var svo á endingu leyst á þann hátt að ég skar og splæsti og skar og splæsti heila helgi, úr bæði 98gt-rafkerfinu og 01cobru-kerfinu, og útkoman var 98(GT)rafkerfi breytt algjörlega fyrir 01mótorinn með 98GT-tölvu.....  þá hafði ég sambandi við góða menn í Ameríkuhrepp sem sendu mér Cobra tune til að lóda inn í GT tölvuna......
... en einnig þurfti að koma return-fuel kerfi á cobra mótorinn, rífa í burtu coil-on-plug lúmið komplett, og setja 2háspennukefli framan á vélina, koma auka-hitaskynjara í vatnsgangin.... og að endingu að græja þetta allt inn í Cobru-tunið og þá var hægt að setja í gang! :D

Hressandi aðgerð, sem tók sinn tíma.. en núna þegar að maður kann þetta og veit hvað maður er að gera, þá er þetta ca. ein helgi í það heila :D 
... enda 98gt með 03cobru-rellu á laaaaangtíma áætluninni :D

Saleen S351:
Flottur Olli :) 

Jói ÖK:
Smá pæling samt? 2001 Cobran var hún ekki með Tremec 3650 5 gíra kassanum en GT mustanginn með T-45?
Og þá önnur pæling ef ekki hvaðan kemur þá Tremec 3650?
Kassinn sem ég á sem fer aftaná 4.6 32V mótorinn minn er Tremec 3650 og sagður úr 2001 Cobru?

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version