Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar

Hvaða "project" er í gangi?

(1/7) > >>

429Cobra:
Sælir félagar. :)

Þar sem að alskonar umræður eru hér inni á spjallinu og hinir og þessir að afla sér upplýsinga um sína bíla þá datt mér í hug að spyrja hvað menn væru að gera, eða "Hvaða project er í gangi".
Þarna er ég að spyrja um hvað menn séu að gera upp eða smíða hvort sem að það er fyrir götu eða braut, og skiptir engu frá hvaða landi það er.
Bara að koma með svona smá "uppgerðar/smíða sögu" til að leyfa spjallverjum að fylgjast með og sjá hvað er til.

Já og ég er að tala um bíla ekki mótorhjól. :wink:

Og best að ég byrji á sjálfum mér, en ég er að vinna (mjög hægt) í að gera upp 1965 Mustang 2+2.
Í augnablikinu þá lítur hann út eins og myndin að neðan sýnir, en það eru allir varahlutir komnir þannig að það er ekkert nema að koma sér að verki. 8-)


emm1966:
Sæll hálfdán.
M 1966 er tilbúinn eða þannig eftir er að setja í hann ljósin og smádútl listar og slíkt, býst við að koma á krúser næsta fimmtudag and do a showoff. En það er alveg víst að hann fer á Akureyri með kruser.

Getur einhver sagt mér af hverju myndin er?

vinbudin:
Ég er með "98 Mustang GT með COBRA vél sem ég er að koma saman eftir árekstur og fyrst maður hefur vélina á gólfinu þá er planið að fikta eitthvað í mótornum til að gera hann en sprækari.En er ekkert byrjaður enþá á þessu örugglega vegna leti í mér :( en það kemur að því

Belair:
Eg er með eitt af mörgum projectum her á skaganum

Mitt er 1984 Trans am verður með LS1 mótor og 4L60 skipting er að vinna við mótor og laga lakið á honum til bráðarbyrðar fyrir næsta sumar
svo þegar allt velarkram virkar verður samað fyrir all sprautun



http://www.kvartmila.is/smf/index.php?topic=31202.0

Moli:

--- Quote from: emm1966 ---Getur einhver sagt mér af hverju myndin er?



--- End quote ---

Það er verið að skera púströr með slípirokk. 8)

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version