Það er bara akkúrat ekkert ömurlegt við þetta. Skilyrðin sem fást við æfingu á laugarDEGI eru þau sömu (allaveganna MJÖG svipuð) þeim sem eru svo á keppnisdag, betra fyrir aflmeiri tækin að setja upp á svona dögum, skilyrði kl. 8 á föstudagskvöldi eru bara ekki þau sömu.
Ég tek undir með Gilson, þeir sem vilja drifta þeir drifta, þeir sem vilja spyrna þeir spyrna og þeir sem vilja hanga sér á spjallinu og grenja yfir einhverju sem hentar þeim ekki geta bara gert það og misst þá af hvoru tveggja.
Hættiði svo þessu helvítis væli og látið stjórnina í friði, ef hún væri ekki að þessu þá væri enginn kvartmíla.
EKM... sem ætlar að koma á laugardaginn... með bílinn.