Sælir félagar.
Komdu sæll Stefán.
Þetta er ekki það sem maður mætti kalla vörn, heldur er maður að útskýra fyrir þeim sem ekki skilja.
Aðalreglurnar eru þýddar úr reglum NHRA/IHRA og FIA, sem reyndar notar reglur hinna fyrrnefndu.
Þessar reglur ná yfir allar gerðir spyrnu hvort sem að það er á sandi eða "bundnu slitlagi".
Það erum ekki við sem að ákveðum þetta heldur löggjafinn, og við verðum að hlíða.
Aðalreglurnar eru öryggis og smíðareglur fyrir flokka NHRA/IHRA og þá flokka sem FIA keyrir til heimsmeistaratitils, og á smíðahluti reglana við um þá flokka.
Við höfum aðlagað þessar reglur að okkur óbreyttar, en þó eru gerðar undanþágur á smíðareglum á boddýi í ýmsum flokkum hjá okkur sem að þeir keyra ekki.
Þar á meðal er OF flokkurinn.
Það verður líka að athuga að það þarf að fara eftir þessum smíðareglu til að bílarnir geti fengið SFI viðurkenningu á grind og annan búnað.
SFI reglurnar eru LÁGMARKS öryggis og smíðakröfur á keppnistæki í spyrnu og fleiri mótorsport.
Það að standa í hártogunum án þess að hafa lesið ALLAN reglubálkinn er eitthvað sem að "heilvita menn" gera ekki.
Það verður að byrja á A og enda á Ö til þess að sjá heildar myndina.
Eins og ég sagði áðan þá slítur Anton þetta algerlega úr samhengi með því að koma með grein og grein innan úr heilum kafla.
Endilega lesa og skilja kaflann áður en men fara að setja þetta á netið sem einhvern heilagann sannleik.
Ef að menn vilja fá útskýringar, þá er bara að spyrja.
En er það ekki að fara aðeins fram úr sér að fullyrða það að púst þurfi að ná út fyrir boddý í OF/flokki, þegar það er alls ekki raunin og stendur hvergi.
Ekki einu sinni í kaflanum sem að vitnað er í.
Hvað kallast svoleiðis vinnubrögð.
Ég hvet ykkur hinns vegar til að lesa þessar reglur og helst þær upprunalegu á ensku svo að ekkert fari milli mála.
Og muna síðan að aðalreglurnar eru til þess að hafa til hliðsjónar við smíði á tækjum í öðrum flokkum til að öryggis sé gætt.
Já og þið BA menn ættuð nú manna best að vita um FIA aðild og FIA reglur.
Hér er slóðin inn á þá síðu sem að sýnir "Drag racing" reglur FIA. (gæti verið að það væri búið að taka geniral "regulation" út þar sem Bandaríkjamenn eru við það að draga sig út úr FIA!):
http://fia.com/en-GB/sport/regulations/Pages/FIADragRacing.aspxOg hér er önnur fyrir SFI:
http://www.sfifoundation.com/Kv.
Hálfdán.