Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur
Aðalreglur kvartmíluklúbbsins
429Cobra:
Sælir félagar. :)
Hvernig er það hvað þarf ég eiginlega að rökstyðja?
Aðalreglurnar eru þær ÖRYGGISREGLUR sem að keppt er eftir í ÖLLUM tegundum spyrnu og eru ekki flokkareglur.
Flokkareglur eru hins vegar smíðaðar með Aðalreglurnar sem viðmið í öryggismálum.
Þessar aðalreglur sem að KK og BA keppa eftir eru þær reglur sem að FIA notar og öllum þeim sem að keppa í spyrnu er skylt að nota.
Þessar reglur eru bæði til í Dómsmála og Samgönguráðneytum, og ÍSÍ kemur til með að nota þessar reglur.
Sem sagt "General Regulations" hér þýtt sem aðalreglur, má líka nota orðið "grundvallararreglur" verða þær öryggis og smíðareglur sem að notaðar verða í þessum spyrnusportum í framtíðinni og ég þarf ekki að koma með neinn rökstuðning við það.
Þessar reglur eru aðeins þýðing orði til orðs á reglum NHRA/IHRA/FIA, og já ég þýddi þetta, en ég hef ekki komið nálægt OF/reglunum og ætla ekki að gera það. :!:
EKKI blanda saman Aðalreglum og flokkareglum, það er nefnilega allt annað að smíða reglur en að þýða þær beint.
Og Stefán nefndu mér það sem að ég þarf að rökstyðja. [-X
Það var Anton sem að var tekinn með allt niður um sig vegna þess að hann las ekki reglukaflann sem að hann vitnaði í og bjó þess vegna eitthvað til sjálfur sem átti sér enga stoð í viðkomandi reglukafla. :!: :wink:
Og endilega ekki vera að setja eitthvað bull inn, lesið frekar reglurnar og spyrjið um það sem ykkur finnst óljóst. :!:
Ég skal reyna að svara því sem að snýr að mér og þeim þýðingum sem að ég hef unnið.
Dodge:
Voðaleg vörn er þetta Hálfdán :)
Þú rakst Anton aldrey á gat þar sem þú ferð í flestum tilfellum einfaldlega með rangt mál.
Til dæmis svarar þú spurningu hans um reglur um vængi og vindkljúfa í OF flokki þannig að
þar sé nánari skýring eða undanþága í flokkareglum, og því svaraði ég að í OF flokki eru ENGAR flokka
reglur og því gilda þar aðalreglur klúbbsins uppá staf!!
Spurning um að lesa og SKYLJA skrif annarra áður en bakkað er í harða vörn og svarað án rökstuðnings :roll:
Ég get ekki séð að okkur sé skylt að fara eftir reglum FIA í sandi þar sem sandspyrna á íslandi er með allt öðru sniði en
í hreppnum, þetta eru ekkert eins tæki sem eru að keppa hér og BA kemur FIA nákvæmlega ekkert við.
En allt eru þetta nú bara vinsamlegar ábendingar og undrunar athugasemdir en ekki skot á einn eða neinn.
Engin nauðsin að fara í vörn og skjóta fast til baka..
Bestur Kveðjur
Valli Djöfull:
--- Quote from: Dodge on July 25, 2008, 14:25:17 ---Ég get ekki séð að okkur sé skylt að fara eftir reglum FIA í sandi þar sem sandspyrna á íslandi er með allt öðru sniði en
í hreppnum, þetta eru ekkert eins tæki sem eru að keppa hér og BA kemur FIA nákvæmlega ekkert við.
--- End quote ---
Rakst á þessa klausu..
http://www.logreglan.is/upload/files/20080407155251413.pdf
"Verklagsreglur fyrir akstursíþróttir og aksturskeppnir í samræmi við reglugerð nr. 507/2007"
"Í þeim tilfellum sem efnt er til aksturskeppni þar sem ekki eru fyrir hendi öryggisreglur FIM/FIA skal miðað við ströngustu kröfur um öryggi í þeim löndum þar sem viðkomandi keppni er stunduð"
og vísað er í:
(Sjá til hliðsjónar "Reglement for Motorcykelsport og BMX-sport i Danmark, útgefið af Danmarks Motor Union"
http://www.dmusport.dk/images/stories/dmu/downloads/reglementer/DMU%20alment%20reglement%202007.pdf
En það eru til öryggisreglur FIM og FIA um sand eða hvað? Og þá ber líklega að fara eftir þeim samkvæmt lögum :)
429Cobra:
Sælir félagar. :)
Komdu sæll Stefán.
Þetta er ekki það sem maður mætti kalla vörn, heldur er maður að útskýra fyrir þeim sem ekki skilja. :!:
Aðalreglurnar eru þýddar úr reglum NHRA/IHRA og FIA, sem reyndar notar reglur hinna fyrrnefndu.
Þessar reglur ná yfir allar gerðir spyrnu hvort sem að það er á sandi eða "bundnu slitlagi".
Það erum ekki við sem að ákveðum þetta heldur löggjafinn, og við verðum að hlíða. :idea: :!:
Aðalreglurnar eru öryggis og smíðareglur fyrir flokka NHRA/IHRA og þá flokka sem FIA keyrir til heimsmeistaratitils, og á smíðahluti reglana við um þá flokka.
Við höfum aðlagað þessar reglur að okkur óbreyttar, en þó eru gerðar undanþágur á smíðareglum á boddýi í ýmsum flokkum hjá okkur sem að þeir keyra ekki.
Þar á meðal er OF flokkurinn.
Það verður líka að athuga að það þarf að fara eftir þessum smíðareglu til að bílarnir geti fengið SFI viðurkenningu á grind og annan búnað.
SFI reglurnar eru LÁGMARKS öryggis og smíðakröfur á keppnistæki í spyrnu og fleiri mótorsport. :!:
Það að standa í hártogunum án þess að hafa lesið ALLAN reglubálkinn er eitthvað sem að "heilvita menn" gera ekki. :!:
Það verður að byrja á A og enda á Ö til þess að sjá heildar myndina.
Eins og ég sagði áðan þá slítur Anton þetta algerlega úr samhengi með því að koma með grein og grein innan úr heilum kafla.
Endilega lesa og skilja kaflann áður en men fara að setja þetta á netið sem einhvern heilagann sannleik.
Ef að menn vilja fá útskýringar, þá er bara að spyrja. :!:
En er það ekki að fara aðeins fram úr sér að fullyrða það að púst þurfi að ná út fyrir boddý í OF/flokki, þegar það er alls ekki raunin og stendur hvergi. :!:
Ekki einu sinni í kaflanum sem að vitnað er í. [-X :!: :idea:
Hvað kallast svoleiðis vinnubrögð.
Ég hvet ykkur hinns vegar til að lesa þessar reglur og helst þær upprunalegu á ensku svo að ekkert fari milli mála.
Og muna síðan að aðalreglurnar eru til þess að hafa til hliðsjónar við smíði á tækjum í öðrum flokkum til að öryggis sé gætt.
Já og þið BA menn ættuð nú manna best að vita um FIA aðild og FIA reglur.
Hér er slóðin inn á þá síðu sem að sýnir "Drag racing" reglur FIA. (gæti verið að það væri búið að taka geniral "regulation" út þar sem Bandaríkjamenn eru við það að draga sig út úr FIA!): http://fia.com/en-GB/sport/regulations/Pages/FIADragRacing.aspx
Og hér er önnur fyrir SFI: http://www.sfifoundation.com/
Kv.
Hálfdán.
Anton Ólafsson:
Dáni minn ég las allan kaflan,
Þetta er það sem ég var spyrja um.
Annars óþarfi að svara með eintómri vörn.
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version