Sælir félagar.
Sæll Anton.
Þar sem að keppnin var ekki byrjuð þá skiptir það í raun og veru engu máli.
Það var strax sagt að keppnin yrði ekki á sunnudeginum þannig að þá verða þessar 48 stundir liðnar og þá ógildist skráningin sjálfkrafa.
Ef hins vegar keppnisstjón ákveður að halda þessa keppni þá verða þeir að taka það fram þegar verið er að fresta viðkomandi keppni og gefa þá upp dagsettninu innan 24 stunda.
Þetta gefur þeim í raun 72 stundir frá því að tilkynning um frestun kemur inn og þar til þeir verða að vera búnir að ákveða dagsettningu á hinni frestuðu keppni.
Ef keppnisstjórn/aðstandendur keppni nýta sér þetta ekki, þá er sjálfkrafa ný skráning og keppnin haldin sem frestuð keppni samanber fyrstu keppnina sem var frestað og dagsettning er þá í höndum keppnisstjórnar/aðstandenda keppninnar.