Það var bara ágætis mæting.. Eitt stk. Willys, Volvo og Trans Am.. Engir tímar til að tala um, aðallega verið að prófa tækin án tíma...
Svo hélt Gummi 303 áfram að leika sér í íslandsmetinu í GT og fór nokkrar ferðir í viðbót undir metið.. Svo metið verður vonandi bætt aftur á næstu keppni..
Það var alveg ágætlega stór hluti af keppendum á svæðinu að keyra. Og svo vorum við að reyna að græja skiltin. Ég, Gummi 303 og Jón Bjarni (Flappinn). Það gekk sæmilega vel en það er 1 skilti sem er enn að stríða okkur, það er hraði á vinstri braut. Hin 3 eru komin í gang og virka flott
Við reynum að kíkja á fjórða skiltið í dag og fikta meira.
En ég tók engar myndir. Það var hins vegar ljósmyndari með risa linsu vappandi um þarna, hann hendir vonandi inn myndum í dag