Author Topic: Keppni 2  (Read 14348 times)

Offline SheDevil

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 16
    • View Profile
Re: Keppni 2
« Reply #40 on: July 12, 2008, 13:14:14 »
Það á aldrei að taka hlutum persónulega Valli, þú hefðir ekkert átt að segja þig úr stjórn bara halda áfram og gefa skít í það þegar fólk er að rífast.
Það eru alltaf ósætti um hitt og þetta og það bitnar alltaf á stjórn og staffi, það er bara þannig. Mér finnst amk bölvað að þú hafir sagt þig úr þessu því ég hef fulla trú á að þú hafir orku vilja og getu í að gera betur og bæta hlutina eftir fremsta megni. Og ég veit að það er þreytandi að hlusta á stanslaust tuð  :mrgreen:
Ford Mustang Mach 1
1973 - 460cid

Offline Valli Djöfull

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.714
    • View Profile
Re: Keppni 2
« Reply #41 on: July 12, 2008, 13:18:09 »
Þetta er bara svolítið oft svona hér á bæ.

Auðvitað er mesta stressið fyrir svona frestarnir fólkið sem þarf að koma utan að landi.  Það er það sem menn hugsa mest um þegar kemur að svona veseni eins og frestun.

En hins vegar svona í stað þess að pirrast yfir þessu, hvernig er best að gera þetta næst?  Það væri nær að ræða það held ég :)

Að ykkar mati, spáin tæp á föstudegi í hádegi, hugsanlega rigning seinnipart en erfitt að segja, auðvitað gæti rigningin komið fyrr..

Fresta eða keyra?

Svo verður geggjað flott veður alveg til 17:00 á laugardegi, skammir eða allir sammála um að þetta hefði verið rétt ákvörðun? :)

Þegar það er rigning í kortum tapar stjórn alltaf.
Valbjörn Júlíus Þorláksson - GSM: 820-8488

Offline 1966 Charger

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 849
    • View Profile
Re: Keppni 2
« Reply #42 on: July 12, 2008, 13:39:50 »
Anyhow, á svona stundum er ég feginn að vera ekki lengur í stjórn og þurfa að hlusta á svona rugl :)

Valli

Hér er enginn að rugla.
Keppendur eru að biðja um upplýsingar frá KK varðandi keppnina vegna þess að KK hefur því miður ekki frumkvæði af að gefa slíkar upplýsingar. Allar ákvarðanir um keppnishald m.t.t veðurs eru skynsamlegar Á ÞEIM TÍMAPUNKTI sem þær eru teknar og það er tilgangslaust að væla um hana eftir á.  En þegar veðurfarið og spáin er eins og núna þá væri nú gott ef keppnisstjórnin skrifaði okkur sem bíðum með hjálminn á hausnum úti í bílskúr eitthvað si svona:  "Klukkan X verður ákveðið hvort keppni verður haldin á morgun og ákvörðunin verður skrifuð inn á þennan þráð." 


Góðar og óruglaðar stundir

Ragnar
66 Charger, 451, .582" lift, 10" conv.  4.10:1. 1868 kg/4118 lbs.
60=1,994, 11,79@114 mph venjuleg Firestone radial dekk.
Íslandsmeistari MC 2007, 2008 og 2009.

Offline Valli Djöfull

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.714
    • View Profile
Re: Keppni 2
« Reply #43 on: July 12, 2008, 13:48:51 »
Þar er ég reyndar sammála.  Gott að hafa það á bakvið eyrað næst þegar svona staða kemur upp.  Gefa upp tímasetningar sem tilkynnt verður um breytingar á.

Góður punktur :)

kv.
Valli
Valbjörn Júlíus Þorláksson - GSM: 820-8488

Offline stigurh

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 513
    • View Profile
Re: Keppni 2
« Reply #44 on: July 12, 2008, 13:54:50 »
Aumingja LITLU börnin, sem hefðu getað gert svo margt annað skemmtilegt !   Djö ég hefði átt, getað, gert eitthvað annað MJÖG merkilegt ef.... 

Svona er lífið stundum, no race !

Væll er þetta mar, fullt af loftbelgjum í þessum klúbbi sem vilja bara fá allt eins og í leikriti.

Farið með æðruleysisbænina og sjá, kannski líður ykkur betur á eftir. Svo má líka kíkja á myndir

http://www.123.is/stigurh

stigurh




Offline Saleen S351

  • In the pit
  • **
  • Posts: 81
    • View Profile
Re: Keppni 2
« Reply #45 on: July 12, 2008, 13:58:59 »
Aumingja LITLU börnin, sem hefðu getað gert svo margt annað skemmtilegt !   Djö ég hefði átt, getað, gert eitthvað annað MJÖG merkilegt ef.... 

Svona er lífið stundum, no race !

Væll er þetta mar, fullt af loftbelgjum í þessum klúbbi sem vilja bara fá allt eins og í leikriti.

Farið með æðruleysisbænina og sjá, kannski líður ykkur betur á eftir. Svo má líka kíkja á myndir

http://www.123.is/stigurh

stigurh



Þurftir þú að keyra frá Akureyri eins og ég, Stjáni og Gunni ?..  En auðvitað skiptir það engu máli.. við hefðum bara, getað, eða gert eh annað  :roll: en maður er greinilega loftbelgur með því að hafa viljað vita eh áður en að ég lagði af stað
« Last Edit: July 12, 2008, 14:05:14 by Saleen S351 »
Hrannar Sigursteinsson
Akureyri

Offline SheDevil

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 16
    • View Profile
Re: Keppni 2
« Reply #46 on: July 12, 2008, 14:04:52 »
Aumingja LITLU börnin, sem hefðu getað gert svo margt annað skemmtilegt !   Djö ég hefði átt, getað, gert eitthvað annað MJÖG merkilegt ef.... 

Svona er lífið stundum, no race !

Væll er þetta mar, fullt af loftbelgjum í þessum klúbbi sem vilja bara fá allt eins og í leikriti.

Farið með æðruleysisbænina og sjá, kannski líður ykkur betur á eftir. Svo má líka kíkja á myndir

http://www.123.is/stigurh

stigurh






 :roll:
Ford Mustang Mach 1
1973 - 460cid

Offline 1966 Charger

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 849
    • View Profile
Re: Keppni 2
« Reply #47 on: July 12, 2008, 14:18:04 »
Einn þekki ég STÓRAN stíg
sem þekkir ei til rauna.
Og svo veit ég og ekki lýg
að hann kann líka að hrauna.

Verum þrautgóð á raunastund  :)

Ragnar
66 Charger, 451, .582" lift, 10" conv.  4.10:1. 1868 kg/4118 lbs.
60=1,994, 11,79@114 mph venjuleg Firestone radial dekk.
Íslandsmeistari MC 2007, 2008 og 2009.

Offline Valli Djöfull

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.714
    • View Profile
Re: Keppni 2
« Reply #48 on: July 12, 2008, 14:22:13 »
Ok, en svarið samt pælingunni minni, EF spáin er tæp, á að fresta í hádegi á föstudag eða ekki?

Samkvæmt mörgum spám átti þetta svæði að sleppa, vedur.is meðal annars..
Það átti að rigna en HFJ átti að sleppa samkvæmt vedur.is, þetta átti að vera meira útá sjó og nær fjallgarðinum.  Svo sagði belgingur.is að rigningin kæmi, en ekki fyrr en 15:00

Svo spurningin mín er, ef það er einhver sjens að keyra, á þá að fresta?  Og ef spáin var pottþétt rigning eins og einhverjir hér segja, af hverju voruð þið þá að mæta á svæðið?
Af því að það var smá sjens að það yrði hægt að keyra keppni býst ég við? :)

Það fóru líka MARGAR vinnustundir í að koma tímaskiltum í gang í vikunni.  Það var gert því við vorum einnig að vonast til að þetta myndi sleppa til.  Annars hefðum við ekki verið að hanga þarna langt fram á nætur nokkra daga í röð í miðri vinnuviku :)

Þetta var reynt, tókst ekki, það er ekki stjórn að kenna að það rigndi þó það sé auðvelt að benda á þá og kenna þeim um.

Um miðnætti í gær hafði spáin nánast ekkert breyst.  Hún var enn tæp..  Við höfum keyrt svoleiðis hundrað sinnum áður en sloppið svo auðvitað var það þess virði að reyna.  Man einhver eftir síðustu keppninni í fyrra?  Ef við hefðum fengið 20 mín til hálftíma þurrk í viðbót hefði keppnin sloppið þó það hafi hangið yfir okkur rigningarspá allan daginn..:)

Ég veit að það er gríðarlegur kostnaður í þessu hjá mörgum, ekki bara fólki sem kemur utan að landi þó það sé jú meiri bensínkostnaður og tími sem fer í að ferðast á milli.  Þá eru líka flestir aðrir hér búnir að ráðstafa helgum sínum og tíma í kringum keppnirnar.  Og meira að segja veit ég um 1-2 starfsmenn í sjálfboðavinnu hjá KK sem sögðu upp helgarvinnunni sinni til að vera pottþétt lausir á keppnum  :wink:

Það eru allir að fórna í þetta, og þetta kostar okkur öll peninga.

Svona eftirá finnst mér að þetta hafi alveg verið tilraunarinnar virði þó það sé dýrt fyrir marga.  Við gátum ekki byrjað nógu snemma í ár vegna framkvæmda svo við erum komnir í tímaþröng.  Vonandi náum við allavega 4 keppnum í ár.  Og helst 5, en það eru bara 2 eftir eins og staðan er í dag..

Ég er alls ekki að reyna að dissa neinn eða búa til vesen.  Við búum bara á íslandi og þar verðum við að taka svona áhættur.  Það hefði þess vegna geta komið snjókoma  :lol:

kv.
Valli


EF spáin er tæp, á að fresta í hádegi á föstudag eða ekki?
Valbjörn Júlíus Þorláksson - GSM: 820-8488

Offline Gústaf Jóhannsson

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 11
    • View Profile
Re: Keppni 2
« Reply #49 on: July 12, 2008, 14:27:43 »
Það er gott að þessi umræða sé til að menn sjái mismunandi sjónarmið. Ef það eru einhverjar líkur á að fresta þurfi keppni,þá þarf að gera það í tíma.Hvort það sé um hádegi eða kvöldmat á föstudegi skiftir kannski ekki máli,bara að það sé nógur fyrirvari.Það þarf að ræða þetta og ákveða tíma sem menn geta sætt sig við. :D Við búum á Íslandi þar sem veðrið breytist stöðugt en kl 4 eða 5 á föstud, er kominn nokkuð raunsæ spá.Ég vona að menn verði ekki með eithvert skítkast út stjórnina heldur að ræða þetta og koma kvartmílunni upp í þann standard sem við viljum hafa.Það er ekki gott að þú sért að hætta í stjórn Valli,þú hefur verið harðduglegur og þetta er mikil vinna. =D> Þökk fyrir það sem komið er og gerum gott betra

Offline baldur

  • Administrator
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
    • http://foo.is
Re: Keppni 2
« Reply #50 on: July 12, 2008, 15:51:20 »
Svona var þetta orðið flott í gærkvöldi. Verst að við fengum ekki að njóta þess í dag.
Baldur Gíslason

1995 Mitsubishi Eclipse GSX 4x4 turbo
1992 Polaris Indy RXL 136" turbo

Turbo or no go.

Offline Hera

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 590
    • View Profile
    • http://www.123.is/honda
Re: Keppni 2
« Reply #51 on: July 12, 2008, 16:24:52 »
Flott strákar þið eruð æðislegir að nenna að vinna alla þessa vinnu langt fram á kvöld =D>

Sorglegt með veðrið og allt það en við fáum bara að njóta þessara framfara í næstu keppni  :wink:

Edda Guðna
Never argue with an idiot.
They drag you down to their level then beat you with experience.

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Re: Keppni 2
« Reply #52 on: July 12, 2008, 17:24:48 »
Geggjað Baldur,þið eigið skilið slatta af Thule.Þetta er algjör bylting fyrir sportið =D>
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline Harry þór

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 714
  • Camaro 427
    • View Profile
    • http://www.korfubilar.is
Re: Keppni 2
« Reply #53 on: July 12, 2008, 17:35:47 »
Sæl öll. Ég tek undir það að upplýsingaflæði þarf að vera meira,í morgun þurfti að leita að frestun. Spáin í gær var ekki afgerandi rigning fyrr en  ca kl 17 í dag. Það verður aldrei hægt að gera öllum til hæfis og ég hef fulla samúð með norðan mönnum , en svona er þetta bara.  #-o

Við verðum bara að vera dugleg að nota æfingar . Svo væri líka hægt að flauta á keppni kl 16 , þegar sólin kemur næst.

Er ekki bara málið að flytja til Race Town , stutt á brautina.  8-)

Til hamingju með ljósin - Baldur - Valli - Jón Bjarni . :-({|=
mbk Harry
1969 Camaro 427 sYc
11.99 Drag radial 60 ft 1.650
12.24 BFG  radial 60 ft 1.795  111.93 mph
Altered dragster 598 bbc 4.77.  1/8 - 147.5 mph - 1.09 60 ft
1/4 7.65 - 163.5 mph

Offline Anton Ólafsson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.972
    • View Profile
Re: Keppni 2
« Reply #54 on: July 12, 2008, 21:48:08 »
Það rignir í reykjarvík
þó veðurspáinn væri engu lík,
Glampandi sól og hitastigið hátt
En þetta var bara veðurspá!!!

Svo hann rignir enn af fullum krafti í Reykjarvík

Offline Kristján Skjóldal

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 4.781
  • ef stórt er gott þá er stærra betra
    • View Profile
Re: Keppni 2
« Reply #55 on: July 12, 2008, 22:29:57 »
já ég kom með skipi norð :smt016
best á Camaro 1972 1,49 60 f 6,49 1/8  10,19 1/4 @ 131.96.  best á  Blower Camaro 1967 1,16 60 F 5,12 1/8 og 8,16 1/4 @169. best á Dragga 8,26 @ 170,97 en þá voru ekki komnir 60 f timar. sandur 3,34 draggi og á hjóli 4,56 kveðja Kristján Skjóldal

Offline Gretar Franksson.

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 200
    • View Profile
Re: Keppni 2
« Reply #56 on: July 13, 2008, 16:34:21 »
Sælir, þetta veður vandamál hefur fylgt okkur KK mönnnum alla tíð. Langar mig að segja frá hvernig þetta hefur verið undanfarin 15 ár. Aðalreglan hefur verið sú að reyna að standa við auglýsta keppni þá helgina. Veðurspár hafa ekki verið nægilega öruggar þannig ákvörðun um að fresta keppni var stundum tekin um morgun á keppnisdag eða jafnvel um hádegið.

Stundum var hægt að halda keppnina upp úr kl. 15 og það gekk upp. Stundum varð að fresta keppni sem þegar var byrjuð vegna rigningar til næsta dags eða um viku eða lengur.

Eitt árið (minnir að hafi verið 2003) var tekið upp á því að aflýsa keppni eftir veðurspá. Það gekk ekki alveg upp þar sem rigningin kom ekki alltaf á þeim tíma sem spáð var. Þannig hægt hefði verið að halda keppni sem var aflýst.

Sumarið okkar er stutt og erfitt getur verið að halda 5 keppnir. Mín skoðun er því sú að reyna skuli að halda keppni í lengstu lög og reyna að standa við dagsetningu keppninar. Einnig vegna þess að keppendur eru etv búnir að taka frá þessa helgi til að keppa. (og kanski taka frá næstu helgi til að fara í bústaðin með fjölskyldunni)

Tel að rétt hafi verið að verki staðið hjá ykkur Valli og einnig það að þið hafið lausa keppnistíma í ágúst fyrir þær keppnir sem færast aftur fyrir.
Kv. Gretar F



« Last Edit: July 14, 2008, 13:07:05 by Vega 71 »
Gretar Franksson.

Offline 1966 Charger

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 849
    • View Profile
Re: Keppni 2
« Reply #57 on: July 14, 2008, 00:53:08 »
Kvartmílubræður og systur,

Að mínu mati snýst umræðan hér um tvennt.  Annarsvegar hvenær á að fresta keppni, sem er oft erfitt að meta, og hinsvegar um of litla upplýsingagjöf frá KK um áform um keppnishald.

1.  Í ljósi þess að aðeins var búið að halda eina keppni þá þótti mér skynsamlegt af keppnisstjórn að aflýsa ekki laugardagskeppninni á föstudaginn þrátt fyrir tvísýna verðurspá á föstud.  Þarna tók keppnisstjórn sjens sem var áhættunnar virði.

2.  Aflýsing laugardagskeppninnar hefði þó mátt koma fyrr á laugardagsmorguninn en 8:30 vegna þess að þá var augljóslega orðið blautt og veðurútilit vott og sumir keppendur sem búa ekki á Stór-Hafnarfjarðarsvæðinu þurfa að leggja snemma af stað til að geta mætt á brautina innan þess frests sem KK gefur (kl. 10:00).

3.  Ef keppendur eru með dónaskap við keppnisstjórn vegna ákvarðana hennar um frestun keppni á einfaldlega að vísa þeim frá keppni.  Ákvörðun um frestun verður alltaf byggð á þeirri veðurspá sem til er á þeim tíma sem ákvörðunin er tekin og verður því að teljast skynsamleg á því augnabliki sem hún er tekin.

4.  Ef svipuð veðurspá fer saman við aðrar keppnir í sumar þá væri mjög gott ef keppnisstjórn léti okkur öll vita reglulega hvernig áform um keppni standa með því að skrifa hér á vefsíðuna t.d. "Áform um keppni standa enn,en verða endurskoðuð kl. X. og upplýst hér."  Með þessu móti yrðum við upplýstari og keppnisstjórnin lausari við símafyrirspurnir um frestun.

Vonandi Stíg ég ekki á skott neins með þessum ábendingum.

Góðar stundir

Ragnar


« Last Edit: July 14, 2008, 02:29:54 by 1966 Charger »
66 Charger, 451, .582" lift, 10" conv.  4.10:1. 1868 kg/4118 lbs.
60=1,994, 11,79@114 mph venjuleg Firestone radial dekk.
Íslandsmeistari MC 2007, 2008 og 2009.