Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur
Keppni 2
SheDevil:
Það á aldrei að taka hlutum persónulega Valli, þú hefðir ekkert átt að segja þig úr stjórn bara halda áfram og gefa skít í það þegar fólk er að rífast.
Það eru alltaf ósætti um hitt og þetta og það bitnar alltaf á stjórn og staffi, það er bara þannig. Mér finnst amk bölvað að þú hafir sagt þig úr þessu því ég hef fulla trú á að þú hafir orku vilja og getu í að gera betur og bæta hlutina eftir fremsta megni. Og ég veit að það er þreytandi að hlusta á stanslaust tuð :mrgreen:
Valli Djöfull:
Þetta er bara svolítið oft svona hér á bæ.
Auðvitað er mesta stressið fyrir svona frestarnir fólkið sem þarf að koma utan að landi. Það er það sem menn hugsa mest um þegar kemur að svona veseni eins og frestun.
En hins vegar svona í stað þess að pirrast yfir þessu, hvernig er best að gera þetta næst? Það væri nær að ræða það held ég :)
Að ykkar mati, spáin tæp á föstudegi í hádegi, hugsanlega rigning seinnipart en erfitt að segja, auðvitað gæti rigningin komið fyrr..
Fresta eða keyra?
Svo verður geggjað flott veður alveg til 17:00 á laugardegi, skammir eða allir sammála um að þetta hefði verið rétt ákvörðun? :)
Þegar það er rigning í kortum tapar stjórn alltaf.
1966 Charger:
--- Quote from: Valli Djöfull on July 12, 2008, 13:08:28 ---Anyhow, á svona stundum er ég feginn að vera ekki lengur í stjórn og þurfa að hlusta á svona rugl :)
--- End quote ---
Valli
Hér er enginn að rugla.
Keppendur eru að biðja um upplýsingar frá KK varðandi keppnina vegna þess að KK hefur því miður ekki frumkvæði af að gefa slíkar upplýsingar. Allar ákvarðanir um keppnishald m.t.t veðurs eru skynsamlegar Á ÞEIM TÍMAPUNKTI sem þær eru teknar og það er tilgangslaust að væla um hana eftir á. En þegar veðurfarið og spáin er eins og núna þá væri nú gott ef keppnisstjórnin skrifaði okkur sem bíðum með hjálminn á hausnum úti í bílskúr eitthvað si svona: "Klukkan X verður ákveðið hvort keppni verður haldin á morgun og ákvörðunin verður skrifuð inn á þennan þráð."
Góðar og óruglaðar stundir
Ragnar
Valli Djöfull:
Þar er ég reyndar sammála. Gott að hafa það á bakvið eyrað næst þegar svona staða kemur upp. Gefa upp tímasetningar sem tilkynnt verður um breytingar á.
Góður punktur :)
kv.
Valli
stigurh:
Aumingja LITLU börnin, sem hefðu getað gert svo margt annað skemmtilegt ! Djö ég hefði átt, getað, gert eitthvað annað MJÖG merkilegt ef....
Svona er lífið stundum, no race !
Væll er þetta mar, fullt af loftbelgjum í þessum klúbbi sem vilja bara fá allt eins og í leikriti.
Farið með æðruleysisbænina og sjá, kannski líður ykkur betur á eftir. Svo má líka kíkja á myndir
http://www.123.is/stigurh
stigurh
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version