Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur

Keppni 2

<< < (12/12)

Kristján Skjóldal:
já ég kom með skipi norð :smt016

Gretar Franksson.:
Sælir, þetta veður vandamál hefur fylgt okkur KK mönnnum alla tíð. Langar mig að segja frá hvernig þetta hefur verið undanfarin 15 ár. Aðalreglan hefur verið sú að reyna að standa við auglýsta keppni þá helgina. Veðurspár hafa ekki verið nægilega öruggar þannig ákvörðun um að fresta keppni var stundum tekin um morgun á keppnisdag eða jafnvel um hádegið.

Stundum var hægt að halda keppnina upp úr kl. 15 og það gekk upp. Stundum varð að fresta keppni sem þegar var byrjuð vegna rigningar til næsta dags eða um viku eða lengur.

Eitt árið (minnir að hafi verið 2003) var tekið upp á því að aflýsa keppni eftir veðurspá. Það gekk ekki alveg upp þar sem rigningin kom ekki alltaf á þeim tíma sem spáð var. Þannig hægt hefði verið að halda keppni sem var aflýst.

Sumarið okkar er stutt og erfitt getur verið að halda 5 keppnir. Mín skoðun er því sú að reyna skuli að halda keppni í lengstu lög og reyna að standa við dagsetningu keppninar. Einnig vegna þess að keppendur eru etv búnir að taka frá þessa helgi til að keppa. (og kanski taka frá næstu helgi til að fara í bústaðin með fjölskyldunni)

Tel að rétt hafi verið að verki staðið hjá ykkur Valli og einnig það að þið hafið lausa keppnistíma í ágúst fyrir þær keppnir sem færast aftur fyrir.
Kv. Gretar F



1966 Charger:
Kvartmílubræður og systur,

Að mínu mati snýst umræðan hér um tvennt.  Annarsvegar hvenær á að fresta keppni, sem er oft erfitt að meta, og hinsvegar um of litla upplýsingagjöf frá KK um áform um keppnishald.

1.  Í ljósi þess að aðeins var búið að halda eina keppni þá þótti mér skynsamlegt af keppnisstjórn að aflýsa ekki laugardagskeppninni á föstudaginn þrátt fyrir tvísýna verðurspá á föstud.  Þarna tók keppnisstjórn sjens sem var áhættunnar virði.

2.  Aflýsing laugardagskeppninnar hefði þó mátt koma fyrr á laugardagsmorguninn en 8:30 vegna þess að þá var augljóslega orðið blautt og veðurútilit vott og sumir keppendur sem búa ekki á Stór-Hafnarfjarðarsvæðinu þurfa að leggja snemma af stað til að geta mætt á brautina innan þess frests sem KK gefur (kl. 10:00).

3.  Ef keppendur eru með dónaskap við keppnisstjórn vegna ákvarðana hennar um frestun keppni á einfaldlega að vísa þeim frá keppni.  Ákvörðun um frestun verður alltaf byggð á þeirri veðurspá sem til er á þeim tíma sem ákvörðunin er tekin og verður því að teljast skynsamleg á því augnabliki sem hún er tekin.

4.  Ef svipuð veðurspá fer saman við aðrar keppnir í sumar þá væri mjög gott ef keppnisstjórn léti okkur öll vita reglulega hvernig áform um keppni standa með því að skrifa hér á vefsíðuna t.d. "Áform um keppni standa enn,en verða endurskoðuð kl. X. og upplýst hér."  Með þessu móti yrðum við upplýstari og keppnisstjórnin lausari við símafyrirspurnir um frestun.

Vonandi Stíg ég ekki á skott neins með þessum ábendingum.

Góðar stundir

Ragnar


Navigation

[0] Message Index

[*] Previous page

Go to full version