Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur

nú væri gott að fá að fá úrslit tíma

<< < (7/8) > >>

Harry þór:
Sæll Ragnar. Takk fyrir góða og enn lengri keppni en siðast. Sárt að tapa en er að finna út úr þessu - fór best 12,65 og 60 fet 2.054 og metið hefði legið ef ekki þessi djöfulsins mótvindur hefði ekki komið að sunnan.

Vona að pönnukökurnar hafi smakkast vel  8-)

sjáumst hressir eftir 1/2

mbk frá Racetown Harry Þór

Valli Djöfull:
Jæja.. Stigin orðin nokkuð klár..:smt024  og ég að sofna :smt015
Skoða tímamál við betra tækifæri :)
Og lofa að henda tímum inn hraðar næst..:)

http://www.kvartmila.is/wiki/index.php/2008_Stig

Árni Hólm:
Valli ég tek það til mín að vera skjóldalasmaður. en ég er og verð Skjóldalsmaður en það breitir ekki því að ég hef gaman af 1/4 úr mílu. en það er orðið mjög erfitt að hafa gaman af þessu þegar maður er ekki búsettur í Hafnafyrði og getur ekki mætt á staðinn til að vita hvað er að gerast í sportinu. ég hef áhuga á úrlitum stigum og stöðu í mótinu en þegar þessar upplýsingar liggja ekki fyrir eftir hverja keppni fyrir sig er mjög erfitt að viðhalda áhuga á þessu sporti. það er til dæmis töluvert auðveldara að fylgjast með fótbolta sem er að mjög mörgum bílaáhugamönnum( og vinum mínum
talinn ömurlegt íþrótt).en maður veit þó stöðuna í deildini og hvað liðið sem maður heldur með þarf að gera í næstu umferð.en ef það eru of miklar kröfur til Kvartmíluklúbbsins að að fá að vita hvað þitt lið eða þinn maður er að gera og þarf að gera í næstu umferð til að eiga möguleika á titli eða bikar þá held ég fari bara allfarið að horfa á fótbolta.
kv Árni Hólm sem hefur gaman af 1/4 úr mílu

Danni Málari:
Það sem þyrfti að gerast væri að fjölmiðlar á íslandi þyrftu að átta sig á að það er fólk á þessu landi sem hefur áhuga á akstursíþróttum. Nóg er fjallað um allt annað, væri nú allt í lagi að eyða nokkrum mínútum á viku í þetta.
Fjölmiðlaumfjöllun myndi síðan auka áhuga á sportinu og þar með fá fleira fólk í þetta ýmist til að keppa, horfa á eða hjálpa til. Gæti þá einhver tekið að sér að fylgjast með hvað gerist og tilkynna það.
Ég þoli ekki að t.d. eftir bíladaga hafi það eina sem kom í fréttum verið að unglingar voru með læti á Akureyri.

Kannski svona hálfa leið off topic hjá mér en þið skiljið vonandi hvað ég á við.

Valli Djöfull:
Ég viðurkenni alls konar vesen..   Það þarf fleiri hendur í undirbúning fyrir keppnir og æfingar.

Það var kosið um sérstaka keppnisstjórn/nefnd á aðalfundi ef ég man rétt.  En aldrei kosið í þessa stjórn/nefnd.  Ef það yrði gert býst ég nú við að þetta myndi ganga mun betur :)

Þá er bara að finna menn sem eru tilbúnir að sjá um keppnirnar svo þetta gangi betur.  Ég er tilbúinn að starfa þegar ég hef tíma en hef ekki tíma til að sjá um keppnirnar því miður.

Einhverjir sem bjóða sig fram?

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version