Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur

nú væri gott að fá að fá úrslit tíma

<< < (6/8) > >>

Valli Djöfull:
Ég redda þessu í kvöld..  held að ég sé með alla pappíra sem til þarf..  Búið að vera bilað að gera, biðst innilega afsökunar og þetta er mjög lélegt ég veit það :)  Ég lofa, í kvöld...! :)

Ég bý til nýjan þráð þegar ég er búinn..

kv.
Valli

Árni Hólm:
takk valli efast aldrei um að þú ert að reyna gera þitt besta
kv Árni Hólm

1966 Charger:
Svona á meðan Valli reiknar stigin þá vil ég benda mönnum á hversu jöfn keppnin er í MC.  Í síðustu keppni voru þar þrír bílar sem runnu skeiðið á 12.70-13.00. Þótt Charger-inn sé efstur að stigum eftir tvær keppnir þá er þetta ekki búið fyrr en feita kellingin syngur (vonandi móðgast feministarnir sem lesa þetta).  Báðir sigrarnir unnust með holeshot (bíllinn með lakari tímann vann sem þýðir að úrslitin réðust á þessum 5 hundruðustu úr sekúntu sem lifir á milli síðasta hvíta ljóssins og þess græna).  Smári og Harry eru skæðir keppendur.  Harry fór t.d. 12.66 eftir að keppni lauk á sunnudaginn en sá tími var talsvert betri en bestu tímarnir í úrslitaspyrnunum. Harry þarf líklega að keppa einn til að ná góðum tímum  :)  Harry varð fyrir því "óláni" að setja rándýrar CalTracks undir Cammann og allar heilasellurnar fara í að pæla í hvernig á að stilla þetta nýmeti.  Ég horfi á og geymi mínar uppi í hillu (sko Caltrackið ekki heilasellurnar). Við keppinautarnir vonum að það takist ekki fyrr en í vetur því ef hann finnur rétta stillipunktinn á þessu dóti eignast hann kannski metið.  Smári mætti í fyrsta skiptið (en ekki það síðasta) í sumar en mótvindur dagsins og bölvaðar gardínurnar sem hanga aftan á Mussanum hömluðu því að íslandsmetið féll.  Svo söknuðum við félagarnir Árnýjar vegna þess að það nennir enginn að horfa á þrjá ljóta kótelettukalla á sönnum radíölum spóla upp brautina.  Dáni lánaðu henni bílinn aftur!!

Góðar stundir

Ragnar

427W:
Jú Ragnar, þetta var mest spennandi keppni sem ég hef tekið þátt í,  úrslitaspyrnan þá var ég með tíman 12.71 en þu með 12.79 en þú nokkrum sentimetrum á undan mér,      sjáumst hressir í næstu keppni, og vonandi mæta fleiri næst   

                                                                                                                             Smári

Valli Djöfull:
Það er kannski hægt að hressa Skjóldalsmenn við með þeim fréttum að Kristján sé enn í fyrsta sæti þrátt fyrir að hafa bara keyrt tímatökur í síðustu keppni  8-)

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version