Author Topic: Vinnudagur, leggja fyrir skiltum og fl.  (Read 4980 times)

Offline Valli Djöfull

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.714
    • View Profile
Vinnudagur, leggja fyrir skiltum og fl.
« on: June 26, 2008, 03:01:09 »
Jæja, enn einn vinnudagurinn hehe..
Það sem þarf að gera sem ég veit um er:
*Leggja fyrir skiltum, búið að kaupa kapla og það þarf að græja þá í plaströr og fl.
*Klúbbhúsið er í rúst eftir málun og fl.  Aðeins að moka til og henda svo hægt sé að hafa skráningar þar
*Gámurinn okkar er FULLUR af drasli, þar þarf tiltekt svo það komst allt inn í hann (var í veseni með trackbite í dag, kom því varla í gáminn  :???:)
*Fara yfir allt, gá hvort allar sellur séu í 100% lagi og fl. fyrir æfingu og keppni... 8-)

Mæting EFTIR leikinn  :lol:  Allavega mæti ég ekki fyrr en leikurinn er búinn  :wink:
Valbjörn Júlíus Þorláksson - GSM: 820-8488

Offline Hera

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 590
    • View Profile
    • http://www.123.is/honda
Re: Vinnudagur, leggja fyrir skiltum og fl.
« Reply #1 on: June 26, 2008, 08:50:57 »
Er það í dag? og hvenær er leikurinn búinn?

Edda Guðna
Never argue with an idiot.
They drag you down to their level then beat you with experience.

Offline Jón Þór Bjarnason

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 3.888
    • View Profile
Re: Vinnudagur, leggja fyrir skiltum og fl.
« Reply #2 on: June 26, 2008, 09:43:17 »
Það þarf almenna tiltekt í klúbbhúsi. Það er ekki boðlegt fyrir dýr eins og er.
S:899-3819
1995 Pontiac Firebird Trans Am
2006 VW Passat 2.0L HighLine
1974 VW Bjalla 1303 Engine street racing kit
1984 Pontiac Fiero 3800 series II supercharged

Offline Kristján Skjóldal

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 4.781
  • ef stórt er gott þá er stærra betra
    • View Profile
Re: Vinnudagur, leggja fyrir skiltum og fl.
« Reply #3 on: June 26, 2008, 12:13:00 »
djöf snild þetta er bara að verða pro =D> =D> =D>
best á Camaro 1972 1,49 60 f 6,49 1/8  10,19 1/4 @ 131.96.  best á  Blower Camaro 1967 1,16 60 F 5,12 1/8 og 8,16 1/4 @169. best á Dragga 8,26 @ 170,97 en þá voru ekki komnir 60 f timar. sandur 3,34 draggi og á hjóli 4,56 kveðja Kristján Skjóldal

Offline Valli Djöfull

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.714
    • View Profile
Re: Vinnudagur, leggja fyrir skiltum og fl.
« Reply #4 on: June 26, 2008, 12:16:26 »
Er það í dag? og hvenær er leikurinn búinn?
Heyrðu já..  Það ku vera í dag..  Hann byrjar 18:45 og er 2 x 45 mín + hálfleikur og hugsanleg framlenging og allt það  :lol:
"Ætti" að vera búinn 20:30..  En það má vel vera að einhver annar sé til í að taka hjá mér lykil og opna fyrr.  Eru margir sem horfa ekki á svona tuðruspark og vilja komast fyrr inn á svæði?
Valbjörn Júlíus Þorláksson - GSM: 820-8488

Offline Ingsie

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 104
    • View Profile
Re: Vinnudagur, leggja fyrir skiltum og fl.
« Reply #5 on: June 26, 2008, 16:27:28 »
Eg kemst ekki i kvöld...  :neutral:
En úff haha ég ætlaði að mæta snemma a morgun og laugardag til að fara taka til í húsinu :D  Ég er fegin að fa hjálp við það!
En er hægt að fá króka fyrir lúguna ? í staðin fyrir að hafa þennan blessaða stiga hehe  :mrgreen:
Inga Björg

Offline Kimii

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 682
  • Jóakim Pálsson
    • View Profile
Re: Vinnudagur, leggja fyrir skiltum og fl.
« Reply #6 on: June 26, 2008, 16:37:45 »
vanta ekki staff á keppandaæfingu á morgunn? er svo hvenær er mæting ?
Jóakim Páll

Chevrolet Chevelle 1972 502
Subaru Legacy 2009

Alþrif á bílum fyrir 5000 kr. tímapantanir í síma 660-0888

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Re: Vinnudagur, leggja fyrir skiltum og fl.
« Reply #7 on: June 26, 2008, 17:03:28 »
Talaði við Auðunn áðan og við mætum um 19:00 uppeftir að vinna.
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline Ingsie

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 104
    • View Profile
Re: Vinnudagur, leggja fyrir skiltum og fl.
« Reply #8 on: June 26, 2008, 21:18:13 »
vanta ekki staff á keppandaæfingu á morgunn? er svo hvenær er mæting ?
Ætli það sé ekki um 7 ? :P
Inga Björg

Offline Kimii

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 682
  • Jóakim Pálsson
    • View Profile
Re: Vinnudagur, leggja fyrir skiltum og fl.
« Reply #9 on: June 27, 2008, 00:23:50 »
vanta ekki staff á keppandaæfingu á morgunn? er svo hvenær er mæting ?
Ætli það sé ekki um 7 ? :P

flott er :D :P verðum mættir klukkan 7 :D
Jóakim Páll

Chevrolet Chevelle 1972 502
Subaru Legacy 2009

Alþrif á bílum fyrir 5000 kr. tímapantanir í síma 660-0888

Offline PéturSig

  • In the pit
  • **
  • Posts: 89
    • View Profile
Re: Vinnudagur, leggja fyrir skiltum og fl.
« Reply #10 on: June 27, 2008, 01:10:04 »
má ég fara inn fyrir girðinguna til að taka myndir á morgun ? semsagt bara hjá burnoutinu og þar, ekkert fyrir framan ljósin   :mrgreen:

Offline Jón Þór Bjarnason

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 3.888
    • View Profile
Re: Vinnudagur, leggja fyrir skiltum og fl.
« Reply #11 on: June 27, 2008, 12:09:46 »
má ég fara inn fyrir girðinguna til að taka myndir á morgun ? semsagt bara hjá burnoutinu og þar, ekkert fyrir framan ljósin   :mrgreen:
Best fyrir þig að tala við Stjórnendur á svæðinu þegar að því kemur.

Ertu með blaðamannapassa :?:
S:899-3819
1995 Pontiac Firebird Trans Am
2006 VW Passat 2.0L HighLine
1974 VW Bjalla 1303 Engine street racing kit
1984 Pontiac Fiero 3800 series II supercharged

Offline PéturSig

  • In the pit
  • **
  • Posts: 89
    • View Profile
Re: Vinnudagur, leggja fyrir skiltum og fl.
« Reply #12 on: June 27, 2008, 13:48:59 »
má ég fara inn fyrir girðinguna til að taka myndir á morgun ? semsagt bara hjá burnoutinu og þar, ekkert fyrir framan ljósin   :mrgreen:
Best fyrir þig að tala við Stjórnendur á svæðinu þegar að því kemur.

Ertu með blaðamannapassa :?:
nei ég er ekki með blaðamanna passa

Offline MR.B00M

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 48
    • View Profile
Re: Vinnudagur, leggja fyrir skiltum og fl.
« Reply #13 on: June 27, 2008, 16:09:42 »
Sælir. 
Við sem dælum myndum af keppnum og æfingum inná spjallborð landsins erum áhugaljósmyndarar með bíladellu,þess vegna erum við ekki með blaðamannapassa.
Ef svo væri kæmi bara ein lítil mynd af keppni á eitthvern veðmiðil.

Kveðja Sæmundur Eric
Sæmundur Eric.
Lancia Delta HF Integrale Evo I.
Saab 900aero.

Offline Addi

  • RÆSIR
  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 479
    • View Profile
Re: Vinnudagur, leggja fyrir skiltum og fl.
« Reply #14 on: June 27, 2008, 16:54:53 »
Það þarf alveg endilega að finna e-ð út úr þessum málum, er ekki möguleiki að klúbburinn græji passa fyrir valda aðila??
Old Chevy's never die they just go faster

'88 Volvo 240 GLT B230E(K-cam og stillanlegur tímagír)



Arnar B. Jónsson #790
"Ræsir" '06, '07, '08, '09 og '10

Offline 429Cobra

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.440
    • View Profile
Re: Vinnudagur, leggja fyrir skiltum og fl.
« Reply #15 on: June 27, 2008, 17:16:36 »
Sælir félagar. :)

Þetta umtal um blaðamannapassa er ekki nýtt hér inni, en menn verða að átta sig á því að með netvæðinguni breyttist þetta gríðarlega mikið.

Menn eru jú ennþá með blaðamannapassa og þá oftar en ekki frá alþjóðlegum fyrirtækjum eins og "Picture-Stock" sem eru gildir úti um allann heim.
Hins vegar eru menn sem að til,dæmis halda úti netsíðum, og þurfa efni á sínar síður en hafa ekki passa nema þá að búa hann til sjálfir.
Þessu hefur verið reddað með því að útbúa ábyrgðarafsal sem viðkomandi ljósmyndari eða myndatökumaður skrifar undir og segir þá með því að í þessu tilviki Kvartmíluklúbburinn beri ekki ábyrgð á honum lengur það er á þeim stað sem að hann er á og er þá afmarkaður fyrir slíkt.
Viðkomandi myndatökumaður/ljósmyndari verður hins vegar að hlíta öllum venjulegum öryggisreglum og vita hreinlega hvað hann er að gera þar sem að hann staðsetur sig.
Hann verður líka að halda sig innan þess svæðis við brautina sem KK úthlutar til þessa og hefur ekki aðgang að öðrum bannsvæðum nema að það sé tekið fram.

Það ætti því að vera auðvelt fyrir KK að útbúa slíkt blað og skilgreina þau svæði sem að ljósmyndarar/myndatökumönnum er heimill aðgangur að fram yfir almenning.

Kveðja.<br />Hálfdán Sigurjónsson.   :roll:<br /><br />Losing Is Natures Way Of Saying YOU SUCK.<br /><br />Öll endurbirting á skrifum mínum á þennan vef eða annars staðar er bönnuð nema að fengnu skriflegu samþykki höfundar.

Offline Ravenwing

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 164
    • View Profile
Re: Vinnudagur, leggja fyrir skiltum og fl.
« Reply #16 on: June 27, 2008, 20:00:41 »
Svo er líka með það að ljósmyndarar sem hafa aðgang að þessu svæði séu gerðir auðsýnilegri þá til þess að sjá hvort að aðrir sem ekki hafa fengið þetta leyfi(og skrifað undir syndaaflausn klúbbsins) séu ekki að fara þangað "bara því þeir vilja taka myndir sjálfir" og svo líka fyrir þá sem eru að vinna sem staff og þekkja auðvitað ekki alla sem þarna eru og þurfa þvi ekki að taka alla á orðinu einu með að þeir megi vera þarna.

Kveðja
Halldór K
Halldór Kristófer


Never do anything you wouldn't want to explain to the Paramedics.