Mikið gekk á í Basel í gærkvöld eftir að Rússar lögðu þar Hollendinga í framlengdum leik í 8-liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu. Svissneska lögreglan handtók 50 manns á erfiðasta kvöldi keppninnar til þessa að mati yfirvalda.
„Það voru slagsmál úti um allt en engin alvarleg meiðsli á fólki. Sambland af mikilli áfengisneyslu, úrslitum leiksins og hlýju veðri hafði líklega þessi áhrif,“ sagði Klaus Mannhart, talsmaður lögreglunnar á fréttamannafundi í dag.
Yfirvöld áætla að 500.000 lítrar af bjór hafi runnið ofan í heimamenn og þá 180.000 stuðningsmenn sem staddir voru í Basel í gær, ef frá er talinn sá bjór sem stuðningsmenn kunna að hafa tekið með sér til Basel. Þá voru 40 tonn af rusli fjarlægð af götum borgarinnar í morgun.
„Það komu augljóslega upp leiðindaatvik en þegar horft er til þess hve margir voru þarna saman komnir, og hversu mikið var drukkið, þá tel ég að yfirvöld hafi staðist þessa stærstu þolraun okkar til þessa með prýði,“ sagði Hanspeter Weisshaupt, einn af skipuleggjendum mótsins.
Senda yfirvöld Akureyrarbæjar á EM og kenna þeim að taka móti fleyri en 3 fjölskyldum án þess að skæla