Svarta Novan langhröðust
Þetta er það sjónarhorn sem keppinautar Einars þekkja hvað allra best, afturendi Novunar.
Hún lifir víst enn goðsögnin um svörtu Novuna á Akureyri. Einar Birgisson setti með glæsilegum akstri hraðasta tíma á Olís- götuspyrnunni á Bíladögum á Akureyri.
Tími Einars, 6.692 sek., var sá langbesti sem mældist í spyrnunni og þónokkuð undir þeim tíma sem öflugustu mótorhjólin voru að ná.
Vel mátti merkja að enn ætti Einar eftir að gera betur því uppsetning bílsins var ekki fullkláruð og sáust mest spólför út rúmlega hálfa braut eða um 150 metra löng !!
Það verður spennandi að sjá hvað Novan gerir í ár á Kvartmílubrautinni og ljóst að keppinautar Einars verða að halda áfram að skrúfa ef þeir ætla sér nokkrun tíman að geta litið Novuna í baksýnisspeglinu.
Rally.is 2001