Sælir félagar.

Nokkrir félagar hérna í Ford "deildinni" hafa ákveðið að reyna að hafa hitting/rúnt með Ford ökutækjum.

Það er Mustang Thunderbird Ford Lincoln og Mercury.

Aldur er afstæður og það eru allir hvattir til að mæta.

Við ætlum að hittast á planinu hjá Nítró á Funahöfðanum annað kvöld kl 21.

ATH þetta er ekki neinn klúbbur bara eigendur og áhugamenn um FoMoCo ökutæki að hittast með græjurnar og rúnta smávegis í góðu veðri.

Kv.
Ford frömuðirnir.
