Datt í hug að kynna mig hér til leiks sem og bílinn minn.
En ég heiti Árdís, og er nú með í skúrnum hjá mér graveyard mustanginn eins og sumir hverjir þekkja hann, fyrrum bíl Valla.
Hann er jú með 460cid (sem ég veit nánast allt um svo ég þarf ekki fleiri pm um sögu vélarinnar), og stendur hún nú á vélarstand inní skúr fyrir framan nefið á þessum stórkostlega bíl. Ég festi mér hann á föstudaginn síðasta, og ók honum heim. Nú er verið að yfirfara allt og gera og græja svo að hann komist út úr skúrnum sem fyrst, ég er nefnilega ekki mikil áhugamanneskja um stopp bíla.
Það var ekki snyrtilegt að horfa ofaní húddið á honum, sem er nú skiljanlegt eftir þessa setu, en það stendur til bóta þarsem það er búið að vinna niður allt ryð í vélarsalnum og verið að gera klárt fyrir að mála þar ofaní.
Búið er að vinna smávegis detail vinnu útlitslega séð, og einnig verða smávegis viðbætur. En á vélina er að fara ál millihedd og afkastameiri olíudæla, og á hana fara hooker super competition flækjur. Svo verður bara spennandi að sjá hvernig þetta verður þegar vélin er komin ofaní aftur, hvort að ég geti ekki opnað húddið með aðeins meira stolti en hefði annars verið án þessara viðbæta.
En það er eitt sem seint verður hægt að setja útá, og það er innréttingin.
En hann á nú eitthvað af ryði þessi elska, og er afturgaflinn nú nánast með öllu horfinn eins og sumir hafa séð. En ég er einnig að vinna í að "lagfæra" gaflinn til tímabundinna saka, svo að það fari ekki meira vatn í skottið á honum, þarsem að þessum bíl verður seint lagt. Þó á hann nú fast bílastæði hér inní skúr
Það sést nú ekki mikið á þessari mynd hversu ílla gaflinn er farinn, en hér er þó "bossamynd"
Graveyard spoilerinn fann ég í skottinu á honum, og er hann ansi ílla farinn vægast sagt, þeas listaverkið á honum. Sem mér þykir frekar leiðinlegt.