Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar

Mustang Mach 1 ´73

<< < (3/5) > >>

camaro85:
Til hamingju með bílinn Árdís, mér hefur alltaf fundist þessi flottur, ég reyndi að kaupa hann í kringum árið 2000 þegar hann stóð í hafnarfirði en þá var hann ekki til sölu.

SheDevil:
Takk fyrir þetta, en jú það er allt á milljón hérna búið að slíta vélina uppúr og búið að vinna niður og stoppa allt ryð, verður gert almenninlega í vetur að ryðlosa að öllu leiti í húddi/vélarsal, en nú er búið að stoppa allt sem var byrjað og lagfæra það sem þurfti að lagfæra þar, og nú var verið að klára að mála. Vélarsalurinn orðinn skínandi eins og vera ber í svona bíl og fallegt að horfa þarna niður, nú vantar bara vélina ofaní sem að fær sennilegast að renna ofaní seint í kvöld eða á morgun, fer eftir hvenær detail vinnan verður búin. Er meira en sátt við þessa græju, það verður bara að segjast. En eins og staðan er núna þá verður aðalmálið að stoppa ryð og vatnsþétta svo að hann missi ekki af sumrinu 2008 =)

Ingvar Gissurar:
Ég vissi að stelpan mundi fyrir rest læknast af BMW veikinni og rata á rétta braut !!!! :smt041   Ætli Hálfdán hafi átt einhvern þátt í þessu ? :-k :-"

Til hamingju Árdís með flotta græju sem ég vona að þú njótir vel og lengi.  :spol:  Og þú veist að það er algerlega bannað að selja svona bíl  [-X

Halldór Ragnarsson:
Till hamingju Árdís með bílinn,vantar alltaf fleiri stúlkur í þetta sport :wink:

SheDevil:

--- Quote from: Ingvar Gissurar on June 06, 2008, 23:01:41 ---Ég vissi að stelpan mundi fyrir rest læknast af BMW veikinni og rata á rétta braut !!!! :smt041   Ætli Hálfdán hafi átt einhvern þátt í þessu ? :-k :-"

Til hamingju Árdís með flotta græju sem ég vona að þú njótir vel og lengi.  :spol:  Og þú veist að það er algerlega bannað að selja svona bíl  [-X



--- End quote ---

Það er alveg arfalangt síðan ég læknaðist af aids .. nei meina bmw.
En þessi della er mér í blóð borin og hef þetta beint frá honum föður mínum enda hefur hann alla tíð verið bílakall mikill ;)
En ég skil ekki þetta comment með hálfdán ?

Og nei .. ekki á döfinni næstu árin að selja þennann ;)

Takk fyrir allir saman, ég er eins hamingjusöm og ein stelpa gerist =)

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version