Já ég trúi þessu nú ekki heldur fyrr en að eitthvað birtist annarstaðar en þarna um málið.
Það getur auðvitað verið að það sé lokað á öll svona innlegg inná spjall Snigla og þess vegna birtist þetta inná er.is.
Ég var nú sjálfur virkur félagi í Sniglunum í nokkur ár og ég verð að segja að það kemur mér ekki á óvart hvað það hafa margir einkaklúbbar verið stofnaðir á seinustu árum því að samtökin og þeir aðilar sem tóku að sér að stjórna voru alveg sofandi fyrir því að það þurfti að efla Bifjólasamtökin til að gera þau að sameiningar tákni inní framtíðina fyrir alla vélhjóla menn og konur.
Til dæmis þá benti ég nú þó nokkrum aðilum í stjórn á það á sínum tíma að ef að samtökin ættu sér ekki varanlega húsakost gæti það bara eitt og sér valdið skaða fyrir samtökin til lengri tíma litið svarið sem að ég fékk oftast var það að þetta væri hjólaklúbbur þar sem áherslan væri að hjóla og halda dagskrá fyrir hjólafólk og að eiga húsnæðis væri ekki álitin skipta neinu máli fyrir starfsemina í heild.
Stór hluti að tilvistar kreppu snigla í dag er einmitt húsnæðis vandamál.