Á tölvuráðstefnu bar Bill Gates tölvuiðnaðinn saman við bílaiðnaðinn og sagði að ef G.M. hefði þróað bíla jafnhratt og Microsoft sín tölvuforrit værum við núna öll að keyra á bílum sem kostuðu $25 og þú kæmist 1000 km. per/líter.
Forstjóri G.M. var ekki sáttur við þetta og svaraði með eftir eftirfarandi samlíkingum:
Ef G.M. hefði þróað SÍNA bíla eins og Microsoft SÍN forrit væru bílar dagsins í dag gæddir eftirfarandi ‘eiginleikum’
1. Af gjörsamlega engri ástæðu myndi bíllinn þinn ‘krassa’ tvisvar á dag.
2. Í hvert sinn sem yfirborðsmerkingar á götunum væru málaðar aftur
þyrftir þú að fá þér nýjan bíl.
3. Af og til myndi bíllinn þinn drepa á sér í miðjum akstri, þú myndir sætta þig við þetta, ræsa bílinn á ný og halda áfram að keyra.
4. Stundum gætirðu lent í því þegar þú hyggst beygja og ert búinn að gefa stefnuljós til vinstri að vélin dræpi á sér og bíllinn færi alls ekki í gang aftur, þá þyrftir þú að láta skipta um vél.
5. Aðeins mætti einn aðili nota bílinn í einu, nema þú hefðir keypt Bíll95 eða BíllNT en þá þyrftir þú að kaupa fleiri sæti í bílinn.
6. Macintosh myndi framleiða bíla sem væri sólarknúinn, væri
áreiðanlegri, fimm sinnum kraftmeiri og tvisvar sinnum auðveldara að keyra en gæti bara keyrt á 5% af vegunum.
7. Öllum viðvörunarljósum í mælaborðinu yrði skipt út fyrir eitt allsherjar viðvörunarljós (general car fault).
8. Áður en loftpúðarnir blésu út kæmu skilaboðin “Ertu viss? J/N”
9. Af og til myndirðu lenda í því að bíllinn læsti þig úti og neitaði að hleypa þér inn fyrr en þú myndir, á sama tíma, taka í hurðarhúninn, snerir lyklinum og kæmir við loftnetið.
10. Þú værir tilneyddur til að kaupa deluxe útgáfu af vegahandbók
útgefinni af framleiðanda bílsins, ef slíkt væri ekki gert hefði það í för með sér allt að 50% minnkun í afköstum bílsins.
11. Í hvert sinn sem nýr gerð af bíl liti dagsins ljós þyrftu allir notendur að læra að keyra alveg upp á nýtt.
12. Þú þyrftir að ýta á “Start” hnappinn til þess að drepa á vélinni á bílnum.
wtf