Author Topic: Microsoft vs. General Motors.  (Read 1998 times)

Offline Camaro-Girl

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 445
    • View Profile
Microsoft vs. General Motors.
« on: May 29, 2008, 02:28:51 »
Á tölvuráðstefnu bar Bill Gates tölvuiðnaðinn saman við bílaiðnaðinn og sagði að ef G.M. hefði þróað bíla jafnhratt og Microsoft sín tölvuforrit værum við núna öll að keyra á bílum sem kostuðu $25 og þú kæmist 1000 km. per/líter.

Forstjóri G.M. var ekki sáttur við þetta og svaraði með eftir eftirfarandi samlíkingum:
Ef G.M. hefði þróað SÍNA bíla eins og Microsoft SÍN forrit væru bílar dagsins í dag gæddir eftirfarandi ‘eiginleikum’

1. Af gjörsamlega engri ástæðu myndi bíllinn þinn ‘krassa’ tvisvar á dag.

2. Í hvert sinn sem yfirborðsmerkingar á götunum væru málaðar aftur
þyrftir þú að fá þér nýjan bíl.

3. Af og til myndi bíllinn þinn drepa á sér í miðjum akstri, þú myndir sætta þig við þetta, ræsa bílinn á ný og halda áfram að keyra.

4. Stundum gætirðu lent í því þegar þú hyggst beygja og ert búinn að gefa stefnuljós til vinstri að vélin dræpi á sér og bíllinn færi alls ekki í gang aftur, þá þyrftir þú að láta skipta um vél.

5. Aðeins mætti einn aðili nota bílinn í einu, nema þú hefðir keypt Bíll95 eða BíllNT en þá þyrftir þú að kaupa fleiri sæti í bílinn.

6. Macintosh myndi framleiða bíla sem væri sólarknúinn, væri
áreiðanlegri, fimm sinnum kraftmeiri og tvisvar sinnum auðveldara að keyra en gæti bara keyrt á 5% af vegunum.

7. Öllum viðvörunarljósum í mælaborðinu yrði skipt út fyrir eitt allsherjar viðvörunarljós (general car fault).

8. Áður en loftpúðarnir blésu út kæmu skilaboðin “Ertu viss? J/N”

9. Af og til myndirðu lenda í því að bíllinn læsti þig úti og neitaði að hleypa þér inn fyrr en þú myndir, á sama tíma, taka í hurðarhúninn, snerir lyklinum og kæmir við loftnetið.

10. Þú værir tilneyddur til að kaupa deluxe útgáfu af vegahandbók
útgefinni af framleiðanda bílsins, ef slíkt væri ekki gert hefði það í för með sér allt að 50% minnkun í afköstum bílsins.

11. Í hvert sinn sem nýr gerð af bíl liti dagsins ljós þyrftu allir notendur að læra að keyra alveg upp á nýtt.

12. Þú þyrftir að ýta á “Start” hnappinn til þess að drepa á vélinni á bílnum.


wtf
Tanja íris Vestmann

Offline baldur

  • Administrator
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
    • http://foo.is
Re: Microsoft vs. General Motors.
« Reply #1 on: May 29, 2008, 10:24:55 »
12. Þú þyrftir að ýta á “Start” hnappinn til þess að drepa á vélinni á bílnum.

Mér sýnist flestir framleiðendur hafa tekið þennan óskunda upp í dag. Start takki sem vill svo til að er stopp takki líka ef þú ýtir á hann aftur. Má ég þá biðja um að fá sér stopp takka frekar...
Baldur Gíslason

1995 Mitsubishi Eclipse GSX 4x4 turbo
1992 Polaris Indy RXL 136" turbo

Turbo or no go.

Offline Hera

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 590
    • View Profile
    • http://www.123.is/honda
Re: Microsoft vs. General Motors.
« Reply #2 on: May 29, 2008, 11:01:35 »
Snildar húmor  :smt043


Edda Guðna
Never argue with an idiot.
They drag you down to their level then beat you with experience.

Offline Gilson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.102
    • View Profile
Re: Microsoft vs. General Motors.
« Reply #3 on: May 29, 2008, 11:32:43 »
mér finnst þetta bara ágætis comeback  :lol:
Gísli Sigurðsson