Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur
Frestun á fyrstu keppni!
Valli Djöfull:
Ekki verður hægt að halda fyrstu keppni á settum tíma vegna framkvæmda á svæðinu. Óljóst er hvort hún verði haldin helgina eftir eða seinna. Keppni tvö er samkvæmt plani sett 28. Júní. Hún ætti að standa. Bara spurning hvort fyrsta keppnin náist fyrir þann tíma eða ekki.
EN, til þess að flýta þessu ferli verður haldinn vinnudagur laugardaginn 31. Maí. Vonandi komast sem flestir því öðruvísi gengur þetta ekki upp.
Einnig frestast æfingar..
En einu langar mig að skjóta fram. Það er svakalega erfitt að vinna fyrir þennan klúbb. Það er endalaust suðað um að það sé ekki nóg gert fyrir okkur og svæðið okkar. Svo þegar við loksins náum þessu í gegn og það á að fara að henda peningum í okkur þá er kvartað og vælt yfir því að það sé verið að gera eitthvað fyrir okkur og við getum ekki keyrt. Við verðum bara að vera þolinmóð. Við erum loksins að fá peninga og getum vonandi farið að malbika brautina þar sem þetta malbik er orðið eitt það elsta á öllu landinu.
Ef það kostar eina keppni að betrumbæta svðið all svakalega, þá er það einfaldlega þess virði. Og þetta er í raun bara frestun, við náum líklega að keyra þessa keppni, bara ekki næstu helgi. Kannski þarnæstu, getum sagt meira til um það á miðvikudagskvöldið eftir fund með bænum.
kv.
Valbjörn
429Cobra:
Sælir félagar. :)
Vel sagt Valli. =D>
Frestun í svolítinn tíma er lítil fórn fyrir það að fá gott svæði sem löngu var kominn tími á. =D>
Hlakka til að sjá svæðið eftir endurnýjun. \:D/
Hera:
Frábært að fá fréttir af þessu =D>
Ég tek heilshugar undir það að það er þess virði að horfa á eftir einni kepni eða svo til þess að aðstaðan lagist og nýtt malbik komi.
Ég sá svæðið í dag og engar smá breytingar :!: nýr vegur að koma þó hluti hans sé en bara jeppafær :lol: og manir í vinslu og bara alles í gangi.
Frábært framtak hjá þeim sem unnu að þessu :!: :!: :!:
Það er ekki hægt að fá allt gert á sama tíma svo við´verðum bara að vera þolinmóð og mæta á vinnudaga við sem viljum fá keppni sem fyrst :wink:
Dodge:
Manni sýnist þið standa ykkur flott núna af þeim myndum sem maður sér hér á vefnum! :smt041
Það er kominn tími á þessa braut og ég mundi halda að serious racers setji það í forgang að fá flotta braut en
að taka einu reisi fleira.
Arason:
Varðandi vinnudaginn... og jeppafærið ykkar... haldiði að maður komist til ykkar á camaro eða á maður að fara að reyna að snýkja bílinn af gamla settinu? Mann langar að koma og reyna að gera meira gagn en skaða...
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version