Jæja, margir beðið spenntir eftir svörum. Ekki get ég enn sem komið er blásið þetta af né lofað neinu EN...
Svæðið er ekki ready eins og staðan er í dag. Búið er að grafa fyrir skiltum og steypa á upp í það í vikunni, það á eftir að klára að jafna jarðveginn öðrumegin við brautina, pælingar í gangi um ýmsar framkvæmdir á svæðinu og vinna í gangi í kringum það.
Auðvitað er það draumurinn að ná að keyra fyrstu keppni, en framkvæmdir ganga auðvitað fyrir.
Svo svar mitt við spurningunum er í raun:
"Eins og staðan er í dag er svarið já EN gæti frestast um viku.. Það er allt á fullu uppi á svæði þessa dagana og við verðum að fá að sjá til hvort það næst að gera brautina klára fyrir akstur og hvenær."
Það er óþarfi að hafa áhyggjur af leyfsmálum, það er allt under control.
Uppbygging á svæðinu verður auðvitað að ganga fyrir. Ef við þurfum að fresta eða fella niður eina keppni ef það vel þess virði miðað við allt sem við fáum í staðin Cool